KVENNABLAÐIÐ

Huffington Post veltir fyrir sér lokaþætti Ófærðar

Lokaþátturinn á leiðinni: Níu atriði úr þáttunum sem vefmiðillinn Huffington Post veltir upp – þar sem lokaþátturinn verður sýndur um helgina.

Trapped eins og Ófærð heitir á ensku segir vefmiðillinn að Íslendingar séu jafnokar skandinavískum kollegum þeirra. Þar segir meðal annars: “Við höfum séð hinn tilfinningalega flækta lögreglustjóra Andra eiga við sundurlimað lík, einhvern brenndan inni í skúr, mansalsglæpamann, skip strandað, hrokafulla kollega frá Reykjavík, mann ætla að breyta stefnu snjósins og hefja þess í stað snjóflóð, fyrrverandi konu birtast með nýjan kærasta upp á arminn, mann hoppa úr þyrlu og svo þarf auðvitað að nefna veðrið.

“Þetta var bara rólegur bær! Hvað gerðist eiginlega?” segir Hinrika, aðstoðarmaður Andra.

 

Nú þegar lokaþátturinn nálgast þurfum við að íhuga þessi atriði:

Hvað mun Andri gera þegar hann finnur óvænt lykilinn að skúrnum hans Hrafns í buxum fyrrum tengdapabba síns, Eiríks?

Af hverju hefði hann kveikt í skúrnum ef hann teldi ekki Hrafn bera ábyrgð á dauða dóttur hans, Dagnýjar?

Ef það er málið – hvað hefur það með sundurlimaða líkið að gera?

Mun Kolbrún muna hvern hún sá í myrkrinu í kringum skúrinn?

Hvað fleira hefur Rögnvaldur í hjólastólnum séð?

Hvorn mun Agnes kjósa, Andra sem er stöðugt upptekinn af vinnunni eða Sigvalda sem er miklu mýkri karakter með sín óútskýrðu tengsl við bæinn, sérstaklega hótelgestinn?

Munu frumkvöðlar bæjarins ná sínum álætlunum í gegn þrátt fyrir að hafa misst Hrafn en einnig þeirra mesta andstæðing, Sigurð, föður Guðmundar?

Mun Andri einhverntíma renna upp jakkanum?

Munum við fá séríu 2 og hvenær (PLEASE!)?

 

Gaman að sjá að Bretarnir eru nákvæmlega jafn spenntir fyrir einni flottustu þáttaröð sem gerð hefur verið á Íslandi!

Heimild: Huffington Post UK

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!