KVENNABLAÐIÐ

Dó Dimma vegna vanrækslu?

1509055_692917750770865_5960728517401848611_nÞetta er hún Dimma. Í gær var hún með eigandanum sínum á eina stóra hundasvæði Reykjavíkurborgar, Geirsnefi. Þar eru oft margir hvuttar að leik og stærri hvolpur vildi endilega leika við Dimmu. Henni brá og tók á rás út af svæðinu og hljóp beint út á Ártúnsbrekku þar sem hún varð fyrir bíl.

Hún lést samstundis.

Í sorg sinni bar eigandi hennar Þóra Björk Harðardóttir upp þá spurningu á hundaspjallhóp á Facebook afhverju í ósköpunum svæðið væri ógirt?

Dimma er ekki fyrsti hundurinn sem deyr við svipaðar aðstæður. Fyrr á árinu dó eins árs Border Collie blanda líka eftir að hafa fælst út á Ártúnsbrekkuna.

Umræðan á þræðinum um þetta mál einkenndist af samúðarkveðjum en líka vangaveltum um hvernig hægt væri að hindra frekari slys.

Margir sögðust aldrei þora með sína hunda út á Geirsnef einmitt vegna þessarar hættu. Einhver benti eignandanum á að senda Reykjavíkurborg kvörtun. Dýrin ættu jú að vera örugg þarna og á ábyrgð borgarinnar að passa að svo væri.

Annar sagði að eins sorglegt og það væri þyrfti líklega að senda þeim erindi sem einblíndi á öryggi fólksins í umferðinni. Það gætu orðið stórslys á götu með 80 kílómetra umferðarhraða ef einn bíll snarstoppaði eða beygði frá vegna ósjálfráðra viðbragða. Nú eða ef börn hlypu á eftir hundunum sínum.

Almennt fannst fólki að borgin ætti að sjá sóma sinn í að nýta þennan pening sem fer í hundagjöldin í atriði eins og þetta sem snerti alla hundaeigendur og spurðu hversu margir þyrftu að missa dýrin sín fyrir betrumbætt svæði.

Það eru ekki bara atburðir sem þessir sem vekja óánægju hundaeigenda. Samanburður við aðra hefur líka áhrif. Akureyringar hafa girt svæði og einn sagði frá svæði í Verona á Ítalíu sem hann lýsti sem stóru lokuðu hundagerði í miðri borginni, ruslafötur út um allt gerðið og tvöfalt hlið þar sem þurfti að opna fyrst og labba ca 4 til 5 metra að hinu til að komast inná svæðið.

Það er löngu kominn tími til að gera eitthvað í málunum varðandi þetta svæði. Vanræksla Reykjavíkurborgar í þessu máli og öðrum sem tengjast Geirsnefi má ekki verða fleirri hundum að aldurtila.

Hlekkur á umræðuna á Facebook.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!