KVENNABLAÐIÐ

Tinder kynnir SÚPER-LÆK hnappinn til sögunnar!

Nú er hægt að SÚPER-LÆKA aðra notendur gegnum Tinder, allt í þeirri von að ná athygli viðkomandi. Möguleikinn er svo glænýr af nálinni að varla er að ætla að margir hafi áttað sig á Bláu Stjörnunni, sem var hleypt í loftið þann 2 október og er ætlað að lýsa yfir ómældum áhuga.

Notandinn velur UPP í stað hægri og vinstri eins og einungis hefur verið mögulegt fram að þessu, en fram að þessu hafa notendur einungis haft þann möguleika að lýsa yfir áhuga sjálfir til þess að fletta ofan af því hvort áhuginn er gagnkvæmur. Þeir dagar eru nú liðnir, þar sem litla, bláa stjarnan sem birtist nú hjá viðkomandi – sýnir að ekki er um villst – áhugi er fyrir hendi og því er um að gera að ýta til hægri til að hefja spjallið.

tinder-super-like

Ekki segja forsvarsmenn hættu á að notendur misnoti bláu stjörnuna og súper-læki alla sem bregða mun fyrir augu þeirra, þar sem notendur (aðrir en þeir sem eru í áskrift og borga mánaðargjald) geta einungis notað eina bláa stjörnu (eða SÚPER-LÆK) á dag.

super_like_data

 

Því er eins gott að nota stjörnuna sparlega, en láta þó til skarar skríða þegar álitlegur notandi skýtur upp kollinum gegnum Tinder, því samkvæmt því sem prófanir sýndu – en Tinder keyrði beta-útgáfu í Ástralíu sem stóð yfir í þrjár vikur –  voru þeir notendur sem völdu bláu stjörnuna og brugðust að sama skapi við, þrisvar sinnum líklegri til að tengjast gegnum stefnumótaviðbótina og áttu að sama skapi allt að 70% lengri samtöl en venjulegt þykir.

Þeir kunna svo sannarlega að kynna nýjungar með pompi og prakt, en hér má sjá ofurhetju-auglýsingu sem sýnir fyrirsæturnar Erin Heatherton og Nina Agdal fara með aðalhlutverkin í einkennilegustu stefnumótaauglýsingu sem sögur fara af:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!