KVENNABLAÐIÐ

„En áttu ekkert eftir að sakna mömmu í dag?“

Elsku drengurinn; fjögurra ára gamla leikskólahetjan sem rambaði beint í fangið á vingjarnlegri fréttakonu á fyrsta degi daggæslu þar sem hann gaf hjartnæmt viðtal og greindi frá eigin viðhorfum til nýrra félaga sinna á leikskóla.

Hvað átti hinn knallstutti Andrew Macias enda að gera, þegar fréttakona frá bandarísku sjónvarpsstöðinni KTLA-5 News beindi hljóðnema að barninu og bar upp spurningu allra tíma: „Áttu eftir að sakna mömmu þinnar?” – Nú auðvitað reyndi Andrew að bera sig mannalega, svaraði: „Nei” um hæl en svo báru tilfinningarnar barnið ofurliði.

Raunveruleikinn hvolfdist yfir, upp fyrir barninu rann að móðir hans myndi læðast út innan tíðar og hann fór einfaldlega að skæla, litla skinnið. Til allrar hamingju var móðir Andrew enn viðstödd og var fljót að bjóða fram faðminn, en við hér á ritstjórn skiljum þann stutta mætavel.

Hver saknar ekki þess að vera fjögurra ára og sötra kakó með mömmu yfir teiknimyndum?

/“ width=“550″/]

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!