KVENNABLAÐIÐ

M O R G U N B O O S T: Himneskur ferskju- og kókosdrykkur með spínatlaufum

Ískaldur og svalandi drykkur í morgunsárið getur svalað sára þorstanum og hér er kominn einn freistandi sem rennur ljúflega niður, er sykurskertur frá náttúrunnar hendi og þess utan alveg bráðhollur.

Þá er alveg dásamlegt að frysta ferska, niðursneidda ávexti sem á að nota í morgundrykkinn – en ef þig langar að bæta sætuefnum í þennan drykk er tilvalið að læða einum banana út í blönduna.

Innihaldsefni:

2 bollar af ferskum spínatlaufum

1 bolli ósætt kókosvatn

2 bollar fersk vínber (gjarnan frosin)

2 ferskar, niðurskornar og afhýddar ferskjur

Byrjið á því að setja kókosvatnið og spínatlaufin í blandarann, hrærið vel þar til blandan er orðin slétt og mjúk og bætið að lokum ávöxtunum úti í og hrærið vel saman þar til blandan er orðin hæfilega mjúk og áferðarfalleg. Þessi uppskrift er tilvalin fyrir tvo í morgunsárið.

Heimild: Simple Green Smoothies

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!