KVENNABLAÐIÐ

Algengir sjúkdómar í hundum sem allir ættu að þekkja

Hundur er besti vinur konu og við reynum að uppfylla þarfir hans á hverjum degi. Við rákumst á þessa grein eftir Dr. Simon Starkey sem er dýralæknir um algenga sjúkdóma í hundum sem allir ættu að vera meðvitaðir um sem eiga hund.

1. Tannholdssýking

Sjúkdómar í tannholdi og tönnum er algengasti sjúkdómur meðal katta og hunda sem eru eldri en þriggja ára. Það ætti að fara með öll dýr í tannhreinsun og tékk reglulega eða a.m.k. 1 sinni á ári. Vertu á varðbergi fyrir mikilli andfýlu, miklum tannstein, roða og bólgu í tannholdi og gómurinn er laus frá tönnunum og/eða lausar tennur.

2. Gigt

Samkvæmt Starkey þá er gigt algeng í hundum og á sér stað þegar brjóskið í liðamótum hunda brotnar niður og þá verður bólga í liðunum. Algengast í hnjám og mjöðmum og því eldri sem hundurinn er því algengara. En þetta getur líka gerst í kjölfar beinbrots eða þegar liðbönd rifna.
Vertu á varðbergi ef hundurinn er mjög stífur í hreyfingum, sérstaklega á morgnana eða í köldu veðri, óeðlilegum hreyfingum þegar hundurinn labbar eða hleypur og verkjum eftir hreyfingu.

3. Eyrnabólga

Eyrnabólga er tiltölulega algeng og er afleiðing af pöddum, sveppum, ofnæmi og aðskotahlutum í eyrum. Einnig ef bleyta liggur í eyrum hundsins. Algengara hjá hundum með löng síð eyru eins og Cocker Spaniel og hunda með loðin eyru eins og Púðluhundum og meðal þeirra sem elska að synda. Hundar með uppsperrt eyru fá síður eyrnabólgur því staða eyrnaganganna heldur þeim þurrum.
Vertu á varðbergi fyrir því að hundurinn hristir mikið hausinn, reynir að klóra í eyrun, vond lykt úr eyra, roði og útferð úr eyranu og hundinum finnst vont að láta þrýsta létt á eyrun.

4. Húðsjúkdómar

Húðsjúkdómar eins og sárar skellur, exem og ofnæmi er algengt meðal hunda. Hundum getur klæjað gríðarlega og misst feld og það getur vætlað úr þessu. Oft er þetta algengara á sumrin þegar það er meiri hiti. Orsökin getur verið ofnæmi eða jafnvel kvíði og er alltaf ástæða til að láta dýralækni kíkja á. Vertu á varðbergi fyrir miklu klóri á ákveðnum bletti, hundurinn finnur til á ákveðnu svæði, roði í húð, feldmissir, bólga í húð, vætlar úr húð.

5. Ofþyngd og offita

Þó svo sumum finnist voða krúttlegt að eiga of feit dýr þá er þetta mjög alvarlegt mál. Vissar hundategundir eins og Labrador eiga frekar á hættu að verða offeit þó svo allar hundategundir lenda í þessu. Ofþyngd getur leitt til sjúkdóma eins og gigt, hjarta- og lungnasjúkdóma. Vertu á varðbergi fyrir því að hundurinn fitnar óeðlilega mikið, hann er of þungur miðað við aldur, stærð og tegund, hann missir eðlilega lögun sína, þú finnur ekki rifbein hundsins þegar þú klappar honum.

6. Niðurgangur

Þó svo að niðurgangur sé ekki sjúkdómur þá er hann algengt einkenni nokkurra sjúkdóma. Orsakirnar geta verið fjölmargar fyrir niðurgangi í hundum segir Starkey. Það þarf alltaf að fara með hund til dýralæknis sem er með niðurgang í meira en 2-3 daga. Því fyrr sem þetta er meðhöndlað því meiri líkur eru á skjótum bata. Vertu á varðbergi fyrir niðurgangi hjá hundinum þínum og skoðaðu vel hvað kemur frá honum, athugaðu matarlyst hundsins og hvort hann sýni önnur einkenni um slappleika.

 

 

 

 

 

 

 

http://iheartdogs.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!