KVENNABLAÐIÐ

LJÚFFENGT: Heimalöguð jógúrtblanda með kotasælu og ferskri berjablöndu

Auglýsing

Gleymdu hefðbundinni jógúrt í morgunsárið. Þessi uppskrift er fljótleg, stútfull af hollu próteini og andoxunarefnum – berin eru sneisafull af vítamínum og viðbótin í formi kotasælunnar gefur enn meiri orku. Jógúrtblandan hér að neðan er fljótleg, ljúffeng og freistandi – en hér er komin frábær leið til að viðhalda forminu og næla í orkskot að morgni!

Uppskrift:

1 dós jógurt – hrein jógúrt / berjajógúrt (að eigin vali)

1 dl kotasæla

1 dl bláber eða niðurskorin, fersk jarðarber

2 msk grófkorna múslí

1 tsk malaðar valhnetur eða malaðar möndlur

2 tsk fínrifinn DÖKKUR 70% súkkulaðispænir (valkvætt)

Blandið jógúrt og kotasælu saman í skál, stráið múslí yfir blönduna, bætið við ferskum berjum og stráið örlitlu magni af dökkum súkkulaðispæni yfir allt.

Verði ykkur að góðu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!