KVENNABLAÐIÐ

Rjómalöguð blómkálssúpa með stökku beikoni og cheddar

Auglýsing

Hráefni:

  • 4 msk smjör
  • 1 laukur, skorinn smátt
  • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 stórt blómkálshöfuð, skorið í bita
  • 1 líter kjúklingasoð
  • 3 msk hveiti
  • 500 ml rjómi
  • 2oo ml mjólk
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1-2 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk svartur pipar
  • 4 dl rifinn cheddar
  • 6 beikonsneiðar, steiktar vel og saxaðar niður
  • extra rifinn cheddar á toppinn

Aðferð:

1. Hitið 2 msk af smjöri í meðalstórum potti. Steikið lauk í 5-7 mín. Bætið þá hvítlauknum saman við ásamt blómkálinu. Steikið áfram í 2-3 mín. Hellið kjúklingasoðinu í pottinn og setjið lok á. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í 20 mín eða þar til blómkálið er orðið mjúkt.

2. Á meðan eru 2 msk af smjöri hitaðar í öðrum minni potti. Þegar smjörið hefur bráðnað er hveitinu hrært saman við. Næst er rjómanum og mjólkinni hellt saman við í skömmtum og hrært stanslaust í þessu á meðan. Að lokum fer sinnepið saman við ásamt salti og pipar. Leyfið þessu að malla á lágum hita í 8-10 mín.

3. Þegar blómkálið er orðið mjúkt er það maukað í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Þegar blómkálið er orðið maukað fer það saman við rjómablönduna í hinum pottinum. Bætið rifnum cheddar saman við og þegar hann hefur bráðnað er súpan klár. Skammtið súpunni í skálar og toppið með stökku beikoni og extra rifnum cheddar.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!