KVENNABLAÐIÐ

Frönsk leikkona segir Roman Polanski hafa nauðgað sér árið 1975

Valentine Monnier, frönsk leikkona, segir leikstjórann Roman Polanski hafa nauðgað henni í skíðaskála í Gstaad, Sviss, árið 1975. Sagði hún við dagblaðið Le Parisien að Roman hafi nauðgað henni hrottalega þegar hún var 18 ára gömul. Var rætt við mörg vitni í viðtalinu, sem segja að Valentine hafi sagt þeim frá atvikinu

Auglýsing

Monnier segir að henni hafi fundist hún knúin að ræða málið þar sem nýjasta mynd Polanskis, J’Accuse, kemur í kvikmyndahús í Frakklandi í næstu viku. Myndin var sýnd á Feneyjarhátíðinni þar sem hún vann silfurljónið og fékk afskaplega góðar viðtökur.

Valentina Monnier
Valentina Monnier
Auglýsing

„Nauðgun er tímasprengja,“ segir hún. „Minnið dofnar ekki smám saman. Það verður að draugi og það eltir þig og breytir þér lævíslega.“

Polanski hefur búið í útlegð í Frakklandi síðan hann flúði Bandaríkin árið 1978, áður en hann var dæmdur fyrir nauðgun 13 ára stúlku. Margar tilraunir hafa verið gerðar af saksóknurum í Los Angeles til að sækja hann til saka árangurslaust, þar sem Polanski hefur neitað að snúa aftur til Bandaríkjanna.

Monnier segir við Le Parisien að hún hafi ekki þekkt Polanski persónulega þegar hún samþykkti að fara í skíðaferð í skálanum hans með vinum hans veturinn 1975. Eftir matinn eitt kvöldið kallaði Polanski á hana að koma upp á efri hæðina: „Lífið hafði ekki kennt mér að vera tortryggin,“ sagði hún. Þegar hún kom upp var Polanski nakinn. Hann réðist á hana, sló og reif af henni fötin áður en hann nauðgaði henni.

Polanski á skíðum í Gstaadt í janúar 1975
Polanski á skíðum í Gstaad í janúar 1975

Lögfræðingur Polanskis, Hervé Témime, sagði við blaðið að kvikmyndagerðarmaðurinn neitaði alfarið þessum sögum. Fordæmdi hann umfjöllun um meintar sakir – 44 árum eftir atburðinn – og það þegar Polanski væri að fara að frumsýna nýja mynd.

Úr „J'Accuse"
Úr „J’Accuse“sem fjallar um Dreyfus málið

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!