KVENNABLAÐIÐ

Zac Efron sem fjöldamorðinginn Ted Bundy er einstaklega óhugnanlegur

Leikarinn myndarlegi, Zac Efron, leikur fjöldamorðingjann Ted Bundy í myndinni Extremely Wicked, Shockingly Evil, And Vile. Sagan er sögð frá sjónarhorni kærustu hans til langs tíma, Elizabeth Kloepfer, sem leikin er af Lily Collins. Hún er í mikilli afneitun að maðurinn sem hún elskar er morðingi. Hann lýgur að henni og býr til sýningar fyrir almenning því hann er jú afskaplega myndarlegur og hefur mikinn sjarma. Zac er furðu líkur Ted, miðað við myndir af honum, en 30 ár eru síðan hann var tekinn af lífi.

Ted Bundy
Ted Bundy

 

Auglýsing

Extremely Wicked, Shockingly Evil, And Vile mun verða frumsýnd síðar á árinu, en nú er verið að sýna hana á Sundance kvikmyndahátíðinni.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!