KVENNABLAÐIÐ

Go! World! – Sjúklega töff „interaktívt“ landakort fyrir alvöru ferðafíkla

Sælar elskurnar. Frú Sykurmoli hér. Mikið að maður kemst að hérna.

Eins og handverkið skiptir nú miklu máli. Ég var alveg að verða gal hérna í bakherberginu. Fann svo ægilega lekkert landakort á vefnum í vikunni. Gasalega smart alveg. Þetta eru svona límmiðar. Þið skiljð. Sem maður plokkar af on pörpós, krakkar! Viljandi!

How-many-countries-have-you-travelled-The-most-stylish-poster-in-the-world.1__880
Gasalega sniðugt! Öll löndin eru límmiðar!

Kortið er kolsvart og fer upp á vegg. Svona minimalískt eins og er svo mikið í tísku núna. Fæst á ETSY. Nema hvað að þetta eru allt límmiðar! Sem eigandinn plokkar af og sýnir hvaða lönd hann hefur heimsótt um ævina. Hugsið ykkur bara. Í hvert sinn sem eigandinn heimsækir nýtt land, tekur hann einn svartan límmiða af kortinu. Og landið verður hvítt!

black-matte-interactive-map-go-world-bold-tuesday-9
Skoh! Þarna er Ísland á kortinu!

Mér finnst þetta soldið lekkert. Verð að segja það. Frúin hefur auðvitað séð heimsálfurnar og ferðast þesssi lifandis ósköp. Nema til Taj Hamal. Eða er það skrifað Mahal? 

black-matte-interactive-map-go-world-bold-tuesday-1
Svona lítur kortið út úr kassanum – KOLSVART!

Þetta er svona interaktívt kort. Heitir Go! World! og er selt í útlandinu. Frú Sykurmoli var ekki lengi að taka við sér. Hér væri komið efni í grein. Ekki spurning. Þess vegna lá frúnni svona á. Vildi segja öllum SYKURMOLUM landsins frá.

How-many-countries-have-you-travelled-The-most-stylish-poster-in-the-world.2__880
Lekker veggskreyting. Blómið mætti samt fara.

Kortið er stórsniðugt! Þetta er minnismerki um öll þau lönd sem ferðalangar hafa heimsótt og getur líka verið ágætis plan fyrir næsta sumarfrí. Hvern langar að heimsækja sama landið tvisvar? Af hverju ekki að prófa eitthvað nýtt? Hvaða límmiði ætti að fjúka næst?  Svo eru löndin skorin út í svartan vinyl. Mjög lekker. Svo birtast hvítir reitir undir sem merkja löndin sem forvitnir ferðalangar hafa þegar heimsótt.

screenshot-www.boredpanda.com 2015-05-20 12-25-04
Já já. Svo má líka lita landakortið. Krúttlegt!

Frú Sykurmoli er ægilega skotin í Go! World! kortinu. Svo skemmtilegt mótvægi við bölvaðan tölvuskjáinn og öll öppin. Stundum langar manni bara að hengja eitthvað upp á vegg, krakkar mínir. Breiða úr sér og horfa á öll löndin sem maður er búinn að heimsækja.

Stórsniðugt apparat og smart uppi á vegg!

Meiri upplýsingar: Bold Tuesday

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!