KVENNABLAÐIÐ

Melania Trump segir að fórnarlömb kynferðisofbeldis „verði að sýna sönnunargögn“

Melania Trump, kona manns sem ótal konur hafa ásakað um kynferðisofbeldi, m.a. meðan þau voru gift – segir að þeir sem ásaki aðra um kynferðisofbeldi verði að hafa „beinhörð sönnunargögn“ undir höndum ef þeir vilji koma fram með ásakanir gagnvart meintum geranda.

Auglýsing

Melania sagði þetta í viðtali við ABC á meðan ferð hennar til Kenýa og Egyptalands stóð. Var hún spurð um #MeToo hreyfinguna og hvort hún tryði þeim konum sem kæmu fram með upplifun sína af kynferðislegum árásum og áreitni.

„Ég styð konurnar, og í þeim þarf að heyrast. Við þurfum að styðja þær og karlmenn líka, ekki bara konur,“ sagði hún í klippu úr viðtalinu sem sýnt verður að fullu á ABC sjónvarpsstöðinni á föstudaginn næsta.

Auglýsing

„Telur þú að karlmenn í fréttum sem ásakaðir hafa verið um kynferðisofbeldi eða – áreitni, hafi hlotið réttláta málsmeðferð?“ var næsta spurning.

„Þú verður að hafa hörð sönnunargögn, ef, þú veist, ert sakaður um eitthvað, sýndu sönnunargögnin,“ sagði Melania.

Melania, sem bað fjölmiðla að hafa ekki svo miklar áhyggjur og fjalla ekki um í klæðnaði hennar, var í fyrsta sinn ein í opinberri heimsókn. Á meðan var Brett Kavanaugh settur í embætti hæstaréttardómara, að sjálfsögðu, og eiginmaður hennar sagði að um „hættulega tíma“ væri að ræða fyrir unga menn í Bandaríkjunum og gerði grín að Christine Blasey Ford sem bar fram ásakanir á hendur Brett.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!