KVENNABLAÐIÐ

M A T A R Þ R Á H Y G G J A: Fersk hráefni í formi 98 súrrealískra teninga

Hollensku listamennirnir Lernert & Sander eiga heiðurinn að þessum einkennilega sefandi gjörningi sem öskrar á fullkomnunarsinna og sefar þá sem þrá samstæður í lífinu.

Listaverkið unnu þeir félagar fyrir hollenska dagblaðið De Volkskrant, en ritstjóri fór þess á leit við tvíeykið að þeir félagar hönnuðu ljósmyndaverk við heimildarseríu sem birtist í blaðinu og bar yfirheitið MATUR. Úr varð súrrealískur matargjörningurinn sem minnir mest á máltíð geimfara; 98 fullkomnir teningar af óunnum matvælum, allir 2.5 cm x 2.5 cm x 2.5 cm.

 Súrrealísk fullkomnun þeirra Lernert & Sander lítur svona út: 

LS-Fruit

Hægt er að kaupa eftirprentun af listaverkinu gegnum vefsíðu þeirra Lernert & Sander sem hafa starfað saman allt frá árinu 2007, þegar þeir framleiddu stuttmynd um misjafnar aðferðir við að melta súkkulaðikanínu.

food-5

Þó erfitt sé að gera sér í hugarlund að ljósmyndaverkið sé raunverulegt, staðhæfir listateymið að hver einasti kubbur sé raunverulegur að gerð. Þeir sem vilja festa kaup á útprentuðu og árituðu eintaki eftir hollensku listamennina ættu þó að hafa hraðar hendur á. Ljósmyndin er nefnilega prentuð í takmörkuðu upplagi, eða í einungis 50 eintökum í stærðarhlutföllunum 40 x 50 cm og kostar litlar 500 evrur, eða 74.000 íslenskar krónur á núverandi gengi.

Hér má sjá súrrealíska matarteningana í nærmynd – ótrúlegt alveg:

food-cubes-raw-lernert-sander-volkskrant-8 (1)

food-cubes-raw-lernert-sander-volkskrant-6 (1)

food-cubes-raw-lernert-sander-volkskrant-6

food-cubes-raw-lernert-sander-volkskrant-4

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!