KVENNABLAÐIÐ

10 árangursríkar leiðir til að grennast hratt

Margar konur hafa áhyggjur af útliti sínu og leggja mikið á sig til að líta vel út. Margar vilja grenna sig og það hratt. Þó það sé umdeilanlegt og erfitt þá er það samt hægt. Ef þú vilt vera í góðu formi þá skaltu breyta lífsstíl þínum.

Mundu að athafnir daglegs lífs, mataræði og hreyfing eru allt þættir sem þarf að líta til ef þú vilt grenna þig. Auðvitað væri æskilegast að lifa heilbrigðu lífi, hreyfa sig eitthvað á hverjum degi og borða hollt en lífið er ekki alltaf þannig. Ef okkur langar að grennast hratt þá skellum við okkur í ræktina og tökum vel á því oft í viku og höldum okkur við enn einn megrunarkúrinn, förum á 5:2, djúsum, förum á LKL, borðum hreint eða hvað sem þetta heitir nú allt saman. En árangurinn lætur stundum á sér standa.

Hér að neðan er listi af atriðum sem auðvelt er að fara eftir og hjálpa þér við að grennast hratt án þess að skaða heilsuna.

1. Borða minna kjöt
Kjöt er mikið borðað og við neytum þess stundum oft í viku. Við borðum það í allskyns formi og almennt er það talið hollt. Þú ættir samt að minnka neyslu á kjöti ef þú vilt grennast hratt. Ekki hætta borða kjöt, passa bara skammtana og ekki borða það of oft. Fiskur er mjög góður fyrir þig og þú ættir að borða hann oftar. Kjöt inniheldur fitu, hormón og fleira sem hefur neikvæð áhrif á líkamann.

Eat_Fruits_with_Pleasure


2. Borða ávexti með gleði

Það er þekkt að ávexti ættu allir að borða daglega. Þeir eru ríkir af næringarefnum og vítamínum sem líkaminn þarf til að vera í fullri virkni. Því miður grípum við flest oftar í skyndibitann en ávexti. Stundum getur verið virkilega leiðingjarnt að borða ávexti og því ættir þú að reyna borða þá með meiri gleði. Prófaðu að búa til litríkt ávaxtasalat eða búðu til girnilegan ávaxta „smoothie“.

3. Slepptu öllu áfengi
Áfengi er mjög hitaeiningaríkt og tekur langan tíma fyrir líkamann að brenna því. Alkóhól er ríkt af fitu og ethanóli sem getur skaðað þig. Það er ótrúlegt hvað það að sleppa öllu alkóhóli hefur mikil áhrif og maður grennist hratt þó svo maður telji sér trú um það að maður drekki ekki mikið.

Sleep_More

4. Sofðu meira

Þegar kemur að því að grennast þá hefur svefn mikil áhrif. Meginreglan er sú að fólk sem sefur of lítið það er með meiri matarlyst og borðar því meira. Það er erfitt að standast uppáhalds „mönsið“ þegar maður er ósofin og úrillur. Passaðu þig á að fá 8 tímana.
5. Útbúðu eigin máltíðir
Langbest er ef þú eldar fyrir þig sjálf. Ungt fólk er oft ragt við það og telur sig ekki nógu fært í eldhúsinu. Ekkert til í ísskápnum og rennt við á skyndibitastað. Oft telur þú það vera hollan skyndibita og þú skilur ekkert í afhverju þú fitnar. Það eru oft leyndar hitaeiningar í matnum og því lang best að útbúa eigin máltíðir og þá fattaru hvað þér finnst gott og er hollt.

Ditch_Sugar

6. Slepptu sykri

Til þess að grennast þá verður þú að sleppa að öllu eða mestu leyti sykri. Sykur er ein aðal ástæðan fyrir því að við fitnum. Ef þú getur ekki hugsað þér að sleppa honum alveg reyndu þá að takmarka hann eins og þú getur. Slepptu sykruðum gosdrykkjum, djús, sælgæti, kökum, mjólkurvörum (skyr og jógúrt með viðbættum sykri), morgunkorn, sykri í kaffið og fleiru augljósu.
7. Borðaðu meðvitað
Það er mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu. Ekki borða alltaf það sama því við verðum að fá ýmis næringarefni, steinefni og vítamín í kroppinn. Ef þú borða kolvetnaríka máltíð að morgni, borðaðu þá próteinríkan hádegisverð. Veittu því athygli hvað þú ert að stinga upp í þig milli mála. Fáðu þér ávöxt, egg, ósætt jógúrt eða skyr. Til þess að grennast þá verður þú að hlusta á líkama þinn og hvað það er sem hann þarfnast. Ekki vera heltekin af hitaeiningum. Og mundu að tyggja vel matinn þinn og þá verður auðveldara að fatta þegar þú ert orðin södd.
8. Slepptu skyndibitanum
Borðar þú mikið skyndibitafæði? Ef þú gerir það þá skaltu hætta því strax. Sumir halda að það sé í lagi svona 1-2svar í viku en nei þú getur ekki ímyndað þér hversu margar hitaeiningar eru í svona týpískum skyndibita. Þetta er frábær leið til að grennast hratt.

Swimming

9. Finndu hreyfingu sem þér finnst skemmtileg

Margir kvarta um að það taki of mikinn tíma að stunda reglulega hreyfingu. En það þarf ekki að gera það. Taktu frá 30 mínútur á dag og gerðu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt. Hjóla, ganga, synda, gera æfingar heima, fara í ræktina, dansa eða hvað sem er. Það munar öllu og best ef þér finnst það skemmtilegt því þá ertu líklegri til að gera það aftur og aftur.
10. Drekktu vatn
Passaðu upp á að drekka nóg af vatni. Ekki vökva, heldur vatni. Gott er að drekka ekki minna en 2.5 lítra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!