KVENNABLAÐIÐ

Stefnumótagúrúinn Roosh V: Konur sem klippa hárið á sér stutt eru að stunda sjálfsskaðahegðun — og ættu að vera undir eftirliti hjá yfirvöldum

Check out the fertility on these gals!
Ú sjáðu frjósemina á þessum gellum !

Stríð stuttklipptu kvennanna gegn gaurum og buxnatilfinningunum þeirra heldur áfram. Það er meira að segja orðið svo slæmt að „stefnumótaþjálfarinn“/ stuðningsmaður lögleiðingar nauðganna Roosh V hefur kallað eftir inngripi frá yfirvöldum.

Í blogg pósti vísar herra V til kafla í kennslubókinni Evo Psych og leiðir líkur að því að karlmenn kjósi frekar langt hár á konum þar sem heilbrigt hár gefi til kynna gott mataræði og heilsu og þar af leiðandi „hærra frjósemisgildi“ þeirra kvenna.

Og fyrst að það að klippa hárið kemur illa við standpínuna hjá gaurum eins og Roosh, nú þá þýðir það grenilega að konur sem klippa hárið stutt séu bókstaflega andlega veikar. Nei þetta er í alvörunni það sem honum finnst (feitletrun er höfundar).

Ef kona klippir hár sitt stutt eða hreint út rakar það í Skrillex hárgreiðslu. getum við af öryggi sagt að hún sé að láta sig líta út fyrir að vera minna frjósöm, minna falleg og minna heilbrigð.  Að kona klippi af heilbrigt hár er einu skrefi frá að skera hold sitt með beittum hlut, því báðar hegðunir benda til geðræns sjúkdóms þar sem konan sýnir sig í samfélaginu sem skaddaðri en genafræðilegt ástand hennar gefur til kynna, og vísar til þess að hún hafi orðið fyrir umhverfistengdum skaða sem hafi minnkað heildar líkamsform hennar.

Eða kannski finnst henni stutt hár þægilegra? Eða finnst það vera sætt? Nei það getur bara ekki verið. Hún er klárlega hættuleg, ekki bara standpínunni hans Roosh heldur sjálfri sér!

Yfirvöld verða að fylgjast með henni svo hún haldi ekki áfram að skaða sjálfa sig.

Roosh birtir myndir af konum sem hann heldur að hafi framið „sjálfsskaða“ með því að klippa hárið stutt, og þar af leiðandi breytt sér úr kynþokkafullum konum í viðurstyggileg stutthærð skrímsli.

Look at those hideous monsters on the right!
Ó augun mín !!!!

Í alvörunni? Ég er eiginlega viss um að það eina sem þetta sannar er að Roosh er með svoleiðis beinstífann fyrir síðu hári að hann á erfitt með að sjá skýrt. Mér (og mig grunar um að ég sé ekki einum það) sýnist þessar tvær konur, leikkonurnar Ginnifer Goodwin og Keira Knightly líta mjög vel út með hvort sem er stutt eða langt hár, en veistu? Það er bara ekki mitt mál heldur.

En Roosh sér stutthærðar konur ekki bara sem ógn við karlmennsku sína heldur alla vestræna menningu.

Hvað eigum við að áætla um það þegar  ráðvilltar konur eru virkt hvattar til þess af samfélaginu að skaða sig með því að klippa hár sitt í stað þess að leyfa því að vaxa og vera fallegar? Samfélag sem er sama um frjósemi kvenna sinna og um leið þarfir karlmanna sem vilja eiga mök við frjósamar konur. Nema að það sé eitthvað innan samfélags sem hvetur til fegurðar í formi síðs hárs, getum við lítið áætlað annað en að það sé veikt, afskræmt og dautt.

Roosh heldur áfram og talar um að listirnar ættu að hafna slíkum menningarlegum sjúkleika og halda upp á frjósemi ungra kvenna.

Ahh, bíddu nei, það var Hitler.

Ef við leggjum til hliðar hrollvekjandi, hálf-fasíska þráhyggju Roosh út í frjósemi kvenna, þá er ég með nokkrar spurningar fyrir Roosh og Evo Psych hópinn yfir höfuð:

Hvað með ófrjóar konur með sítt hár? Það eru fullt af konum, cis og trans sem ekki geta óléttu dæmið. Margar eru síðhærðar. Vill Roosh stinga þeim í steininn fyrir falska auglýsingu? (Æji gleymum þessu, ég er viss um að hann myndi gera það. En ekki án þess að reyna við þær fyrst.)

En hvað með stutthærða karlmennEins og Roosh og félagar, eiga margir þróunnar sálfræðigaurar erfitt með að hugsa útfyrir hefðbundnar kynja staðalmyndir. Allar rannsóknirnar sem eru í Evo Psych bókunum snúast um konur og hár þeirra en aldrei um karlmenn og þeirra hár, þrátt fyrir að sömu æxlunarrök ættu að eiga við þá líka. Lélegt mataræði getur dregið úr sæðisframleiðslu og valdið ófrjósemi.

Hvers vegna er þá sítt hár á karlmönnum ekki „æskilegra í menningarheimum“ á sama máta og sítt hár hjá konum á að vera? Afhverju er Roosh ekki að kalla eftir að stutthærðir karlmenn (eins og hann sjálfur) séu lagðir inn á geðdeild?

Gæti það verið, mögulega, kannski, svoldið? að það sé meira ofið í ást og losta en bara það sem er í genunum hjá okkur eða í gallabuxunum hans Roosh?

 

 

Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!