KVENNABLAÐIÐ

Britney lætur auka öryggisgæslu eftir að brjálaður aðdáandi réðst upp á svið til hennar

Öryggisgæsla hefur verið hert á Planet Hollywood í Las Vegas þar sem söngkonan Britney Spears heldur sína tónleika eftir að brjálaður aðdáandi ruddist upp á svið til hennar í miðju atriði.

Á miðvikudagskvöldið síðasta náðu dansarar og öryggisverðir hinum 37 ára Jess Webb eftir að hann ákvað að verða hluti af síðasta lagi kvöldsins: „Þetta hefur aldrei gerst áður þannig þetta hefur sett viðmið fyrir komandi sýningar,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Life&Style.

Auglýsing

„Britney var mjög brugðið eftir atriðið og þá staðreynd að hann komst svo nálægt henni og alveg upp á sviðið. Eftir atburðinn með Ariönu Grande verður tónlistarfólk að geta stólað á almennilega öryggisgæslu og að rangir einstaklingar komist svo nálægt því. Sem betur fer gerðist ekkert alvarlegra.“

Crazy Webb eins og hann er kallaður, hafði verið með dólgslæti á sýningunni. Var hann handtekinn eftir atlöguna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!