KVENNABLAÐIÐ

Eiginmaður hélt fram hjá konu sinni því hún var „of feit“ – Svo hefndi hún sín

Dagurinn sem Lisseth giftist Jose var besti dagur lífs hennar. Nokkrum árum seinna varð þó þessi sami maður martröð hennar og byrjaði það allt um leið og Lisseth varð ólétt af dóttur þeirra. Hún byrjaði að þyngjast. Eftir að hún átti dóttur þeirra hélt hún áfram að þyngjast og hélt áfram að þyngjast og þurfti að fara upp um nokkrar fatastærðir þar sem hún endaði í stærð 24. Við það breyttist viðhorf Jose og fór hann að leggja hana í einelti vegna þess. Hann kallaði hana alltaf „feitu“ og sjálfstraust hennar var í molum.

feit2

„Ég reyndi að sýna ástúð mína í rúminu en hann bara sneri sér við og fór að sofa. Hann hafnaði mér og ég grét sjálfa mig í svefn,“ segir Lisseth í viðtali við Daily Mail.

Auglýsing

Við höfnun eiginmannsins fór hún að leita enn meira í mat – hann varð hennar eini vinur. Það sem Lisseth vissi þó ekki var að allan tímann var Jose í ástarsambandi við aðra konu. Þegar Lisseth hafði þolað háðsglósur eiginmannsins í nokkur ár ákvað hún að binda enda á volæðið og gera eitthvað í sínum málum.

feit4

Á meðan meðgöngu stóð borðuðu þau hjónin afar óhollan mat – Jose var þó heppinn að því leytinu til að hann bætti ekki á sig grammi. Lisseth borðaði daglega enskan morgunverð, McDonalds og eftirrétti: „Ég áttaði mig stundum á að Jose var að horfa á mig, fullur viðbjóðs. Þegar ég snæddi kvöldverð í sófanum muldraði hann: „feita kerling“ á meðan matarleifarnar settust í sófann og fötin mín. Þetta byrjaði smátt og smátt en endaði í hræðilegu andlegu ofbeldi. Ég heyrði hann einu sinni kalla mig fíl. Ég varð óþreyjufull að verða með sama „stundaglassvöxtinn“ og þegar við byrjuðum saman en hafði hvorki sjálfsstjórnina né sjálfstraustið.“

feit3

Hjónin urðu ekkert meira en vinir á þessu tímabili og kom hann fram við hana frekar eins og vinkonu – hann gat ekki sýnt henni neina ástúð: „Ég hafði ekkert annað að leita í en mat – ætli ég hafi ekki verið farin að innbyrða um 4000 hitaeiningar á dag. Það var það eina sem gaf mér stundarfrið.

Skömmu seinna komst Lisseth að framhjáhaldinu: „Ég skoðaði símann hans. Ég fann sms, hundruðir tölvupósta í inboxinu hans. Ég var full viðbjóðs og eitthvað breyttist innra með mér. Þegar ég hitti hann næst trylltist ég. Hann neitaði ekki framhjáhaldinu og sagði að þetta væri mér að kenna – ég var orðin svo feit. Hann sagði mér að ég myndi alltaf verða ógeðsleg. Ég var niðurbrotin en ákvað innra með mér að þessi maður myndi aldrei særa mig aftur.“

feit-o-2

Lisseth sótti um skilnað og ákvað að breytast…breyta öllu. Læknir sagði henni að hjáveituaðgerð væri það eina sem gæti bjargað henni en hún hlustaði ekki. Hún ákvað frekar að breyta öllum sínum lífsháttum og lífsstíl: „Kílóin fóru að hrynja af mér. Mér leið dásamlega. Fötin urðu svo víð á mér að ég þurfti að kaupa mér minni stærðir.“

Auglýsing

Jose kom svo að sækja dóttur sína – og fékk áfall.

feit-o

 

„Í hvert skipti sem Jose kom að sækja dóttur okkar aðra hvora helgi var hann alltaf undrandi að sjá mig. Svo einn föstudaginn sagði hann að ég væri heit. Ég lokaði dyrunum á hann. Ég myndi aldrei hleypa honum aftur inn í líf mitt. Ég er fyrirmynd dóttur minnar og valdi rangan mann.“

Jose er nú fullur angistar og viðurkennir að hann hafði gert mistök. Lisseth er þó ekki á því og við erum svo ánægðar með hana!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!