KVENNABLAÐIÐ

Sjúklega flott! – Skautar á sjóbretti í pinnahælum í fissandi öldugangi!

Svo þú saknar sólskins og sumars? Örlítið efins jafnvel um að hægt sé að viðhalda glæsileikanum og iðka sjósport samtímis? Ertu kannski á þeirri skoðun að skvísur eigi ekkert erindi upp á sjóbretti, þar sem hárið fari allt í flækju og neglurnar brotni?

Finnst þér fáránlegt að hugsa til þess að glæsileg kona í kvöldkjól og háum hælum láti sig gossa út í öldugang með brettið eitt að vopni? Það að vera kynþokkafull kona sem heldur jafnvægi á sjóbretti er eitt, en að vera fáránlega hæfileikarík á brettinu og að halda jafnvægi í svimandi háum hælum er annað …

… einhvern veginn svona eru þær spurningar sem atvinnusörfarinn Maud Le Car leitaðist við að svara þegar myndbandið hér að neðan var gert fyrir skömmu síðan. Með uppátækinu vildi Maud sýna fram á að atvinnukonur sem iðka sjósportið geta vel verið glæsilegar og hæfileikaríkar; sinnt sjósportinu af elju og haldið jafnvægi. Maud vildi einnig sýna fram á að sjóbrettaiðkun snýst ekki um glæsileika og sýniþörf. Sjóbrettaiðkun er erfið, krefst úthalds og dugnaðar – en það er vel hægt að gera bæði – bera sig glæsilega á brettinu og halda jafnvægi um leið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!