KVENNABLAÐIÐ

Tómir pokar geta verið hundum lífshættulegir: Myndband

Á Youtube má finna fullt af myndböndum þar sem hundar festa höfuðið í snakkpokum. Þetta er þó ekkert gamanmál. Joe og Breanne Yarbrough sögðu í viðtali við KTLA að þau hafi komið heim og fundið ársgamla hundinn þeirra Riggs með höfuðið fast í poka. Þau ruku með hann til dýralæknis en það var of seint. Hann hafði verið dauður í marga klukkutíma, með trýnið fast svo hann kafnaði.

Auglýsing

Því miður deyja um tvö til þrjú gæludýr á viku í BNA, en eigendurnir vita hreinlega ekki af hættunni.

Auglýsing