KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaðir blómkálsbitar með parmesan og cheddarosti

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 blómkálshöfuð skorin niður
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 2 msk Sriracha eða önnur sterk sósa
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1/2 tsk cayenne pipar
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • salt og pipar
  • 1 dl rifinn parmesan
  • 1 dl fínt rifinn cheddarostur

Sósa/dýfa:

  • 1/2 dl tahini
  • 1/2 dl sítrónusafi
  • 1/2 tsk dijon sinnep
  • 1 msk saxaður graslaukur
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • cayenne pipar eftir smekk
  • salt og pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Takið stóra skál og blandið blómkáli, ólívuolíu, spicy sósu, papriku, cayenne, hvítlauksdufti og salti og pipar, vel saman. Bætið parmesanostinum saman við og blandið vel. Hellið þessu yfir á ofnblötuna og bakið í ofninum í um 15-20 mín. Færið þetta þá úr ofninum og dreifið cheddarostinum yfir. Setjið þetta aftur inn í ofn í 10 mín eða þar til blómkálið fer að taka á sig fallega gylltan lit og osturinn verður stökkur.

3. Á meðan þetta er í ofninum er sósan útbúin. Blandið öllum hráefnum í sósuna saman. Blandið örlitlu vatni saman við eftir þörf, þar til sósan hefur náð réttri þykkt. Smakkið til og bætið við kryddi eftir smekk. Berið blómkálsbitana fram heita með sósunni.