KVENNABLAÐIÐ

Pönnusteiktur þorskur í smjörsósu með basil og sítrónu

Auglýsing
  • 500-750 gr þorskbitar
  • 3 appelsínur
  • 1 sítróna
  • 1 dl ólívuolía
  • Fersk basilika
  • 2 msk smjör
  • 1 tsk ljós púðursykur
  • Salt & pipar

Aðferð:

1. Setjið fiskinn á disk eða fat. Raspið börkinn af einni appelsínu og einni sítrónu yfir hann.

2. Kreistið safann úr bæði appelsínunni og sítrónunni sem verið var að raspa. Bætið 1/2 dl af ólívuolíu saman við og hrærið þessu vel saman. Hellið þessu næst yfir fiskinn. Leyfið honum að marinerast í að minnsta kosti 30 mín.

3. Hitið ofninn í 120 gráður.

4. Hitið restina af ólívuolíunni á pönnu og þegar hún er orðin vel heit er fiskurinn steiktur. Steikið hann í um 4 mín á hvorri hlið. Kryddið hann til með salti og pipar. Setjið fiskinn í eldfast mót og inn í ofninn, til þess að halda honum heitum á meðan sósan er útbúin.

5. Bræðið smjörið í potti og bætið sykrinum saman við ásamt afgangnum af marineringunni (sem fiskurinn var marineraður í). Kreistið safan úr 2 appelsínum saman við. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla þar til sósan fer að þykkna. Bætið um það bil 1/2 dl af saxaðri ferskri basiliku saman við. Smakkið þetta til og kryddið eftir smekk.

6. Takið fiskinn úr ofninum og hellið sósunni yfir hann. Toppið með ferskri basiliku.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!