KVENNABLAÐIÐ

Rjómalöguð sveppasósa með beikoni og timjan

Auglýsing

Þessi sósa er ótrúlega einföld og hentar með hvaða mat sem er hvort sem það er kjöt, fiskur, kjúklingur eða pastaréttur.

Hráefni:

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 pakki sveppir, skornir í sneiðar
  • 5 beikonsneiðar, steiktar vel og skornar í bita
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 1/8 tsk salt
  • svartur pipar
  • 5 stilkar ferskt timjan, takið af stilkunum og saxið það niður

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu. Steikið sveppina þar til þeir fara að taka á sig fallega gylltan lit. Bætið þá beikonbitunum (sem er búið að forsteikja) á pönnuna ásamt rjóma, salti, pipar og timjan. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur. Smakkið til með salti ef þörf er á.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!