KVENNABLAÐIÐ

Kjúklingabringur í rjómalagaðri sósu með sítrónu og parmesan

Auglýsing

Hráefni:

2 dl hveiti
2 dl rifinn parmesan
1 tsk hvítlauksduft
rifinn börkur af 1/2 sítrónu
sjávarsalt og svartur pipar
3 kjúklingabringur
 2 msk ólívuolía
1 msk smjör
2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
5 dl spínat
2 1/2 dl rjómi
2 dl kjúklingasoð
1 sítróna, skorin í sneiðar
1/2 dl fersk basilka, söxuð
Aðferð:
1. Setjið hveiti, 1/2 dl parmesan, hvítlauksduft og rifinn sítrónubörk á stóran disk. Kryddið þetta rausnarlega með salti og pipar og hrærið þessu vel saman með gaffli. Veltið kjúklingabringunum upp úr blöndunni og leggið þær til hliðar á disk eða fat.
2. Hitið ólivuolíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um 6 mín á hvorri hlið, eða þar til hann er fallega gylltur. Takið bringurnar af pönnunni og leggið á fat eða disk.
3. Notið sömu pönnu og hitið smjör á henni. Þegar smjörið er bráðnað er hvítlaukurinn steiktur í um 1 mín. Bætið þá spínati á pönnuna og steikið áfram í 2 mín. Bætið þá kjúklingasoði og rjóma á pönnuna ásamt afgangnum af parmesanostinum. Kryddið þetta til með salti og pipar. Bætið sítrónubátunum saman við og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í 3-4 mín. Færið þá kjúklinginn aftur á pönnuna og leyfið honum að hitna í sósunni í 5 mín. Toppið með ferskri basiliku áður en kjúklingurinn er borinn fram.
 
Auglýsing