KVENNABLAÐIÐ

Sænskar kjötbollur eins og þær gerast bestar!

Auglýsing

Hráefni:

 •  1 laukur saxaður smátt
 •  5 msk smjör
 •  2 brauðsneiðar, rifnar smátt niður
 •  3 msk mjólk
 •  600 gr nautahakk
 •  1 stórt egg
 •  1 tsk salt og ½ tsk svartur pipar
 •  ¼ tsk múskat
 •  ½ tsk hvítlauksduft
 •  1 msk Worcestershire sósa
 • 1 msk ólívuolía
 •  2 msk hveiti
 •  4 dl nautasoð
 •  1 1/2 dl rjómi
 •  ½ – 2 tsk sætt sinnep

Aðferð:

1. Hitið 1 msk af smjöri á pönnu og steikið laukinn í 3-5 mín. Færið laukinn þá af pönnunni og leggið til hliðar í skál.

2. Setjið brauðbitana í  stóra skál og hellið mjólkinni yfir. Leyfið þessu að standa í 5 mín. Blandið næst steikta lauknum, hakkinu, eggi, salti, pipar og hvítlauksdufti saman við brauðið og hnoðið þetta vel saman með höndunum. Mótið þetta í litlar kjötbollur.

3. Hitið næst 1 msk af smjöri á pönnu og steikið kjötbollurnar þar til þær hafa brúnast á öllum hliðum. Færið þær yfir á disk eða fat. Notið sömu pönnu og hitið 3 msk af smjöri. Hærið hveitið saman við smjörið og hellið næst nautasoðinu saman við í skömmtum og hrærið stanslaust í þessu á meðan. Hellið rjómanum saman við.

4. Kryddið þetta til með hvítlauksdufti, 1/2 tsk af sætu sinnepi og Worcestershire sósunni og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla stutta stund eða í 6-9 mín. Smakkið þetta til með meira sinnepi, salti og pipar. Færið næst bollurnar yfir á pönnuna og leyfið þeim að hitna í gegn áður en þetta er borið fram.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!