KVENNABLAÐIÐ

Kókos-CHIA grautur með hindberjum… Unaðslegur!

Auglýsing

Chiagrautur er ekki það sama og Chiagrautur … og þessi uppskrift sannar það! Þetta er meira eins og eftirréttur þó þér sé auðvitað ekkert bannað að gæða þér á þessu á morgnanna.

Coconut-Chia-Seed-Pudding-12

Þessi uppskrift er himnesk og grauturinn er rjómakenndur og alveg unaðslega góður!

Coconut-Chia-Seed-Pudding-2

INNIHELDUR:

1/4 bolli grófar kókosflögur 

1/4 bolli chia fræ

3/4 bolli kókosmjólk

1/2 bolli kókosvatn/ananasdjús eða bara vatn

1 tsk vanillu extrakt/dropar

1/4 tsk gróft salt

1/2 bolli fersk hindber

Coconut-Chia-Seed-Pudding-4

AÐFERÐ:

  1. Hrærið saman í skál eða beint í framreiðsluskálar eða krukkur, kókosflögum, chia fræum, kókosmjólk, kókosvatni, vanillu og salti og hrærið þar til allt er vel blandað saman. 
  2. Setjið í tvær krukkur eða skálar og inn í kæli í það minnsta í tvo klukkutíma.
  3. Berið fram með ferskum hindberjum eða ávöxtum að eigin vali. Skreytið með kókosflögum.

Coconut-Chia-Seed-Pudding-15

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!