KVENNABLAÐIÐ

Hvernig matur og næring tengist þínu STJÖRNUMERKI

Hrúturinn (21. mars- 21. apríl)

Ekki sleppa morgunmatnum!

Þú elskar að vera fyrstur þannig að fyrsta máltíð dagsins skiptir þig máli. Þú ættir að  taka daginn snemma og fá þér mjög góðan morgunmat. Það skiptir þig miklu máli að hafa góða næringu til að takast á við þinn aktíva lífstíl. Þar er morgunmaturinn lykillinn.

Naut (20. Apríl-20. maí)

Farðu hægt í breytingar!

Þú ert frekar vanafastur í eðli þínu þannig að snöggar breytingar eru ekki af hinu góða. Ekki breyta matarvenjum í skyndi heldur breyttu þeim til hins betra hægt og rólega því þá ertu líklegri til að ná árangri. Byrjaðu á að breyta einhverju einu og bættu við nýjungum smátt og smátt. Rólega tekst þér ætlunarverk þitt.

Tvíburinn (21.Maí- 20.júní)

Einbeittu þér á matmálstímum!

Þú ert meistari í að gera margt í einu. En samt, á meðan þú lest blöðin, sörfar á netinu og talar í símann á meðan þú borðar þá eru líkindi á að þú sért ekki að nærast nægilega vel. Veldu mat sem eru nógu áhugaverður til að þú nennir að staldra við, borða og njóta. Þá fyrst fer fæðan að gera þér fyllilegt gagn. Ekki gera neitt -nema að borða -þegar þú borðar.

KRABBI (21.Júní-22. júlí)

Njóttu þess að borða heima!

Eldamennska stendur hjarta krabbans nærri og þar getur krabbinn deilt ást sinni til þeirra sem hann elskar. Eldaðu meira heima því það nærir líkama þinn og sál. Heimilið er þinn hjartastaður og þar er líka fjölskyldan eða hjörðin þín.

Ljónið (23. Júlí- 22. Ágúst)

Skemmtu þér…í hófi!

Þú elskar partý!  Þú þeytist á milli partýa og úðar í þig snittum og kokkteilum. Kannski ekki bestu staðirnir til að ná sér í góða næringu. Veldu stundum alkóhólfría drykki og jafnvel bara vatn. Borðaðu eitthvað staðgott og hollt svo að þú eigir auðveldara með að sleppa naslinu sem verður á vegi þínum.  Þú getur alveg lært að sleppa…það kostar bara smá sjálfsstjórn.

MEYJAN ( 23. Ágúst -22. September)

Ræktaðu matjurtir!

Jarðbundu meyjurnar eru tengdar landinu og það hentar þeim vel að rækta grænmeti og kryddjurtir. Að róta í mold og sjá eitthvað vaxa upp úr henni gleður meyjuna. Ferskmeti er best fyrir meyjuna. Ertu ekki með garð? Þú getur alltaf nært þinn innri  bónda með því að hafa ferskt krydd í glugganum.

VOGIN (23. September-22. Október)

Gerðu matinn lystugan og fyrir augað!

Vogin elskar allt sem fagurt er og matur þarf að líta vel út til að vogin njóti hans til fulls. Allt í kringum borðhaldið skiptir vogina máli svo það að kveikja á kertum, velja fallegar sérvéttur og nota fallega diska og glös mun gera vogina ánægða. Leggðu alúð í að gera samlokuna þína ekki bara góða á bragðið heldur líka girnilega á að líta.

SPORÐDREKINN (23. Október-21. Nóvember)

Ekki leggjast í tilfinningaát!

Stundum áttu það til að borða til að bæla tilfinningar þínar sérlega ef þér finnst enginn skilja þig. Áður en þú sækir sálfræðihjálp í konfektkassanum ættirðu að reyna að gera eitthvað annað og gagnlegra  sem nærir hjartað og líkamann. Hugsaðu um að gera vel við sjálfan þig í mat en ekki misbjóða þér á því að borða eitthvað sem þú sérð eftir eða veldur þér vanlíðan.

BOGMAÐUR (22. Nóvember-21. Desember)

Umhverfis jörðina á einum disk yfir á annan!

Þú elskar að ferðast og þér finnst allt sem er framandi spennandi. Þótt þú sért ekki í aðstöðu til að ferðast um heiminn þá geturðu eldað mat frá fjarlægum heimshornum og það mun vekja með þér þægindatilfinningu. Á þennan hátt muntu borða fjölbreytta fæðu og ekki eiga hættu á að festast í fábreyttum mat. Í leiðinni muntu læra um marga heilsusamlega kosti úr kimum ólíkrar matarmenningar.

STEINGEITIN (22. Desember-19. Janúar)

Reyndu að borða reglulega!

Öryggið er þér mikils virði og hungur og það að verða svangur á illa við þig. Það er afar mikilvægt fyrir þig að borða reglulega til að þú viðhaldir þrótti þínum og vinnugleði. Planaðu vikuna svo að þú endir ekki heima eitthvert kvöldið með tóman ísskáp.

VATNSBERINN (20. Janúar-18. Febrúar)

Virtu frelsið!

Frelsið er þinn drifkraftur þannig að það á ekki við þig að setja þér matarplan sem er ósveigjanlegt. Þú þekkir þín mörk ekki gera þér erfitt fyrir. Viltu borða sex litlar máltíðir á dag þessa vikuna en þrjár stórar þá næstu…OK?!  Sjálfstæði þínu eru engin takmörk sett en gættu þess bara að borða úr öllum fæðuflokkunum og vertu óhræddur við að prófa eitthvað nýtt sérlega ef þú finnur að einhver fæða lætur þér líða vel.

FISKARNIR (19. Febrúar-20. Mars)

Borðaðu í núinu!

Draumafiskurinn…ekki gleyma þér við matarborðið meðan hugmyndirnar ein af annari grípa athygli þína. Vertu á staðnum þegar þú færð þér að borða, borðaðu með góðum vinum eða fjölskyldunni og forðastu að borða einn. Hvernig lítur maturinn út? Hvaðan kom hann? Hvernig bragðast hann? Er það súrt eða sætt? Tengdu vitundina við fæðuna sem þú innbyrðir.