KVENNABLAÐIÐ

Himneskur vatnsmelónu hvítvíns spritzer

Vatnsmelóna og hvítvín er frábært sumar kombó. Drykkurinn leiðir saman allar þessar bragðtegundir og útkoman er freyðandi kokteill. Einfaldur að útbúa. Blandar bara saman vatnsmelónu, hvítvíni og sódavatni.

Uppskrift fyrir 4

Innihald:
1 vatnsmelóna skorin í litla bita
1 flaska af hvítvíni
1 L af sódavatni
1 Lime skorið í sneiðar

Aðferð:
Settu vatnsmelónu í blender og breyttu í vökva. Ágætt að sigta.
Blandaðu svo saman hvítvíninu og vatnsmelónudjúsnum. Fylltu glas af klökum og helltu blöndunni útá. Fylltu u.þ.b. 3/4 af glasinu og fylltu það svo að lokum með sódavatni.
Bætti sneið af lime til að skreyta.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!