KVENNABLAÐIÐ

Salat með jarðarberjum og melónu: Geggjað hjónaband

Þetta sumarlega salat er hreint ótrúlega gott og best ef það er borið fram kalt á heitum sumardegi. Melónur og jarðarber eiga svo sannarlega samleið og mynda fullkomið hjónaband.

Skerið melónurnar í sneiðar, fræhreinsið og skerið í munnbita. Skerið jarðarberin í fernt. Setjið græna salatið á fat. Blandið saman jarðarberjunum og melónubitunum og hellið yfir salatið. Setjið vel af balsamediki og ólífuolíunni yfir salatið og skreytið með ferska kryddinu. Saltið og piprið. Dásemd!

1 stór askja af jarðarberjum
1/2 kantalópu melóna
1/2 hunangsmelóna
1/4 vatnsmelóna
blandað grænt salat eftir smekk
balsamedik eða sýróp
góð ólífuolía
flögusalt og svartur pipar
ferskt krydd eins og mynta eða basilikka

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!