KVENNABLAÐIÐ

Ferskt sumarsalat með klettasalati, avocado og brómberjum

 • 1 poki klettasalat
 • 1 box brómber
 • 1/2 dl bláber
 • 1 svocado skorið í sneiðar
 • 1/2 gúrka skorin í sneiðar
 • 1 dl mulinn fetaostur
 • 1/2 dl heslihnetur eða aðrar hnetur

Vinaigrette dressing:

 • 1/2 dl ólívuolía
 • 2 msk ferskur lime safi
 • 1 msk hlynsýróp eða önnur sæta
 • 2 msk fínsöxuð fersk mynta
 • ¾ tsk salt
 • svartur pipar

Aðferð:

1. Hristið saman hráefnin í dressinguna. Raðið saman salatinu og hellið dressingunni yfir. Það má einnig gera meiri máltíð úr salatinu með því að bæta við soðnum búlgum eða kínóa.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!