KVENNABLAÐIÐ

Hollustusnakk sem þú getur ekki hætt að borða!

Þetta er eitt af því sem maður verður algjörlega vitlaus í! Þetta er svo gott og það besta er að þú getur hæglega leikið þér með uppskriftina og notað þær hnetur, möndlur og fræ sem þú átt í skápunum. Rósmarín, brúnn sykur og cayenne pipar gefa þessu margslungið og krassandi bragð þannig að við mælum með að þú gerir nóg. Þetta er tilvalið að bjóða upp í garðinum þegar sólin skín eins og í dag! Passar líka með litlu hráskinku-tapasbrauðunum eða grilluðum hvítlauksrækjum!

 

Hér er tillaga að snakki sem er ferlega gott!

3 bollar möndlur

1 1/2 bolli valhnetur

1 bolli graskersfræ

2 msk smátt skorið rósmarín

2 tsk púðursykur eða brúnn sykur

1 tsk sjávarsalt

1/2 tsk cayenne pipar

2 tsk brætt smjör

Aðferð:

Hitið ofninn í 170 gráður. Ristið möndlurnar, hneturnar og fræin í 12 mín. Hrærið einu sinni í þeim meðan á ristun stendur.

Taktu litla skál og settu rósmarín, sykurinn, saltið og sayenne piparinn út í brædda smjörið.
Hellið yfir ristuðu hneturnar, möndlurnar og fræin. Blandið vel saman til að kryddsmjörið þekji allt vel. Berið fram strax með ísköldum drykkjum eða góðum vínum eða bjór.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!