KVENNABLAÐIÐ

Myntu Chimichurri sósa með lambakjötinu

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 dl fersk mynta
  • 2 dl fersk steinselja
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 1/2 dl ólívuolía
  • 3 msk rauðvínsedik
  • 1/2 tsk chilliflögur
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1/2 lítill rauðlaukur skorinn smátt

Aðferð:

1. Blandið myntu, steinselju, hvítlauk, ólívuolíu, rauðvínsedik, chilliflögur og salti saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota í stutta stund.

2. Hellið þessu í skál eða krukku og hrærið rauðlaukinn saman við með skeið. Kryddið þetta til eftir smekk með salti, rauðvínsediki og chilliflögum.

Penslið þessu á lambakjöt á meðan það er grillað eða notið þetta til hliðar sem sósu. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!