KVENNABLAÐIÐ

Stökkar og vel kryddaðar ofnbakaðar kartöflur!

Auglýsing
  • Lítill poki af kartöflum, skornar í bita
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 1 1/2 tsk paprika
  • 1 1/4 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk cumin
  • 1/3 – 1/2 tsk chilli krydd
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 1 tsk salt

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Afhýðið kartöflurnar (eða ekki) og skerið þær í bita. Setjið þær í stóra skál og leggið til hliðar.

2. Takið aðra litla skál og setjið í hana ólívuolíu og kryddin. Hrærið þessu vel saman. Hellið þessu næst yfir kartöflurnar og blandið vel saman.

3. Dreifið úr kartöflunum á ofnplötunni og bakið í 35 mín. Hrærið 2-3 sinnum í þessu á meðan á eldunartímanum stendur.

4. Smakkið þær til með salti þegar þær koma úr ofninum og berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!