KVENNABLAÐIÐ

Steiktar BBQ vefjur með kjúkling og beikoni

Auglýsing

Hráefni:

8 dl eldaður kjúklingur rifinn niður
4 dl rifinn cheddar ostur
2 msk ferskt kóríander saxað
BBQ sósa

4-6 eldaðar og stökkar beikonsneiðar, skornar í bita

c. a. 8 hveiti tortillur

Aðferð:

1. Takið stóra skál og blandið vel saman kjúkling, osti, kóríander, beikoni og BBQ sósu. Dreifið þessu jafnt á 8 tortillur og lokið þeim eins vel og þið getið.

2. Hitið pönnu og steikið vefjurnar á báðum hliðum, c.a. 1-2 mín á hvorri hlið, eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar. Gott er að bera þær fram með guacamole og salati. Njótið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!