KVENNABLAÐIÐ

Dásamlegt fléttubrauð með rósmarín og hvítlauk

Auglýsing

Hráefni:

  • 1 bréf þurrger
  • 2 1/2 dl volgt vatn
  • 1 msk sykur
  • 1/2 dl bragðlaus olía
  • 2 msk hunang
  • 3 egg
  • 500 gr hveiti
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1 msk hvítlauksduft
  • 1 msk saxað ferskt rósmarín plús extra til skrauts
  • 2 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar

Aðferð:

1. Setjið volgt vatn, þurrger og sykur í hrærivélaskál. Hrærið þetta mjög létt saman með gaffli og leyfið þessu að standa í 15 mín. Eftir þann tíma ætti þetta að vera farið að freyða.

2. Takið aðra skál og hrærið saman olíu, hunang og 2 egg. Hellið þessu næst yfir í hrærivélaskálina með gerblöndunni. Notið hnoðara-stykkið á hrærvélinni og hrærið þessu saman í nokkrar sekúndur. Bætið hveiti, salti, hvítlauksdufti og rósmarín saman við og leyfið þessu að hnoðast saman í nokkrar mín. Takið deigið úr skálinni og hnoðið því vel saman með höndunum þar til úr verður falleg deigkúla.

3. Takið stóra skál og smyrjið hana að innan með olíu. Leggið deigið í skálina, leggið viskustykki yfir og leggið skálina á hlýjan stað í 1 1/2 klukktíma. Degið ætti að tvöfalda stærð sína á þeim tíma. Skiptið næst deiginu í tvo parta, og svo hvorum part í 3 parta ( þá erum við með 6 parta samtals). Rúllið pörtunum upp í 6 lengjur. Leggið 3 lengjur saman og fléttið þeim saman í brauð. Gerið það sama við hinar þrjár lengjurnar. Þá erum við komin með 2 fléttuð brauð.

4. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Penslið brauðin með hrærðu eggi og sprinklið smá sjávarsalti og söxuðu rósmarín yfir. Stingið hvítlaukssneiðum hér og þar á brauðin. Leyfið þessu að standa við stofuhita í 3o mín.

5. Bakið brauðin í um 30 mín eða þar til þau verða fallega ljós gyllt á lit.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!