KVENNABLAÐIÐ

Eru þessar smákökur of góðar til að vera sannar? Enginn hvítur sykur og ekkert hveiti

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 1/2 dl hnetu eða möndlusmjör
  • 220 gr mjúkar döðlur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 egg
  • 220 gr bráðið dökkt súkkulaði
  • saxaðar salthnetur til skrauts, má sleppa

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setjið hnetu/möndlusmjör í matvinnsluvél ásamt döðlum og vanilludropum. Blandið þessu vel saman þar til úr verður einskonar deig. Bætið þá egginu saman við og blandið í nokkrar sekúndur í viðbót. Mótið 14-15 litlar kúlur úr deiginu og raðið þeim á ofnplötuna. Notið gafall til þess að þrýsta örlítið á kúlurnar. Bakið þetta næst í ofninum í 9-10 mín. Það er mikilvægt að ofbaka þær ekki!

3. Takið smákökurnar úr ofninum og kælið þær. Látið næst bráðið súkkulaði leka vel yfir þær og toppið með söxuðum salthnetum. Kökurnar geymast í kæli í loftþéttum umbúðum í allt að 4 daga.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!