KVENNABLAÐIÐ

Nautafillet í rjómalagaðri sveppasósu

Auglýsing

Hráefni:

 • 4 msk smjör
 • 2 msk ólívuolía
 • 1 pakki sveppir, skornir í sneiðar
 • 1 lsukur skorinn smátt
 • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 1 msk ferskt saxað timjan ( eða 1 tsk þurrkað )
 • 4 nautafillet steikur
 • 1 dl rauðvín
 • 3 1/2 dl nautasoð
 • 1 1/2 dl rjómi
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Bræðið 2 msk smjör + 1 msk ólívuolíu á stórri pönnu. Steikið sveppina í um 5 mín eða þar til þeir eru farnir að mýkjast vel. Bætið þá lauknum saman við og steikið áfram í 3 mín. Næst fer hvítlaukurinn á pönnuna ásamt 1/4 tsk salti, 1/4 tsk pipar og 1 msk timjan. Steikið áfram í 2 mín og hrærið stanslaust í þessu á meðan. Færið þetta yfir á disk eða fat og leggið til hliðar. Þurrkið af pönnunni með eldhúspappír.

2. Þerrið steikurnar með eldhúspappír og kryddið þær með salti og pipar eftir smekk. Takið sömu pönnu og áðan og bræðið á henni 2 msk smjör og 1 msk ólívuolíu. Þegar smjörið er orðið vel heitt og farið að freyða þá eru steikurnar steiktar í um 4-5 mín á hvorri hlið. Færið þær næst af pönnunni yfir á diskinn með sveppunum.

3. Notið áfram sömu pönnu, hellið rauðvíninu á hana og leyfið því að malla þar til það hefur soðið niður um helming. Hellið þá nautasoðinu saman við og leyfið þessu að malla áfram í um 5-6 mín. Setjið þá rjóma saman við og sjóðið þetta í um 2 mín í viðbót. Færið þá steikurnar og sveppina aftur yfir á pönnuna með sósunni og leyfið þeim að hitna í gegn í um 2 mín. Kryddið til með salti og pipar eftir þörfum.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!