KVENNABLAÐIÐ

Gratíneraðar hvítlauks-kartöflur

Auglýsing

Hráefni:

 • 4 msk smjör
 • 1 msk rifinn hvítlaukur
 • 4 msk hveiti
 • 1 líter mjólk
 • 1 tsk kjúklingakraftur
 • Sjávarsalt eftir smekk
 • 1/2 tsk svartur pipar
 • 1 poki kartöflur, skornar í þunnar sneiðar
 • 1 poki rifinn mozzarella
 • 1/2 dl rifinn parmesan
 • 1 msk saxaður graslaukur

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200 gráður. Bræðið smjör í potti, bætið hvítlauk saman við og steikið í 1 mín. Setjið hveitið saman við og hrærið stanlaust í þessu. Lækkið hitann og hrærið mjólkina saman við í skömmtum. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla stutta stund eða þar til sósan fer að þykkna. Þá fer kjúklingakraftur saman við ásamt salti og pipar eftir smekk. Takið pottinn til hliðar af hellunni.
 2. Raðið helmingnum af kartöflusneiðunum í stórt eldfast mót. Hellið helmingnum af sósunni yfir og næst  helmingnum af rifnum mozzarella. Raðið svo seinni helmingnum af kartöflunum þar ofaná, næst afgangnum af sósunni og síðast mozzarella og parmesan.
 3. Leggið álpappír yfir mótið og bakið í 40 mín. Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í 30 mín eða þar til osturinn verður fallega gylltur. Gott er að setja grillið á síðustu 2 mínúturnar svo osturinn verði extra stökkur. Toppið með söxuðum graslauk áður en þetta er borið fram.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!