KVENNABLAÐIÐ

Rjómalöguð sveppasósa með timjan og dijon sinnepi

Auglýsing

Hráefni:

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 pakki sveppir sneiddir niður
  • 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
  • 2 1/2 dl kjúklingasoð
  • 1 dl rjómi
  • 1/2 tsk timjan
  • 1 tsk dijon sinnep
  • salt & pipar eftir smekk
  • 1 msk smjör

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina þar til þeir verða mjúkir eða í 4-5 mín. Bætið þá hvítlauk á pönnuna og steikið áfram í 1 mín. Takið þetta af pönnunni og leggið á disk eða fat.

2. Notið sömu pönnu og setjið restina af hráefnunum á hana (nema smjörið) og náið upp suðu. Gott er að nota spaða til að skrapa upp allt gumsið af botninum og leyfa því að malla með sósunni. Lækkið hitann og látið þetta malla á vægum hita í 10 mín.

3. Hrærið þá sveppina saman við ásamt smjörinu. Leyfið sveppunum að hitna í sósunni í um 2 mín áður en þetta er tekið af hitanum og borið fram.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!