KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaðar sætar kartöflur með rósmarín og skalottlauk

Auglýsing

Hráefni:

  • 3 msk smjör, brætt
  • 3 msk ólívuolía
  • 1/4 tsk þurrkað rósmarín eða 1/2 tsk ferskt saxað
  • 2-3 meðalstórar sætar kartöflur skrældar og skornar í þunnar sneiðar
  • 1 skalottlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • Sjávarsalt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Hrærið smjöri, ólívuolíu og rósmarín saman í skál. Penslið eldfast mót með 1 msk af blöndunni. Raðið næst             kartöflusneiðunum í mótið. Stingið sneiðum af skalottlauk inn á milli sneiðanna. Penslið kartöflurnar með smjörblöndunni og   kryddið vel með salti og pipar.

3. Leggið álpappír yfir og bakið í ofninum í 1 klst. Hækkið þá hitann í 230 gráður og takið álpappírinn af. Bakið þetta áfram í 10-15 mín. Berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!