KVENNABLAÐIÐ

Djúpsteiktir LAUKHRINGIR eru geggjað snakk!

LAUKHRINGIR ERU SVO GÓÐIR! Svo er gaman að borða þá og alveg einstaklega auðvelt að búa þá til. Laukhringi er gott að borða eina og sér eða gera þegar þú ert að framreiða góðan hamborgara, ekta snakk í garðinn á fallegum sumardegi með góðum bjór eða bara þegar þú ert í stuði fyrir eitthvað brakandi og gómsætt.

 • 1 1/4 bolli hveiti
 • 1/2 bolli kornsterkja
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk gróft salt
 • 1 dós sódavatn
 • 6 bolli grænmetisolía t.d. canola
 • flögusalt
 • 1/2 bolli steinselja söxuð gróft
 1. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Hitið ofn í 250 gráður. Setjið laukhringina í kalt vatnsbað í 10 mínútur, Þurkið síðan vandlega. hrærið saman hveiti, kornsterkju, lyftidufti, saltinu og sódavatninu.

 2. Takið fram pott með þykkum botni og hitið olíuna og mælið þegar hún er  um það bil 375 gráður eða VEL heit. Takið nokkra hringi í einu veltið þeim upp úr deiginu, látið drjúpa af þeim og ofan í olíuna.  Alls ekki setja of marga hringi í pottinn. þetta þarf að gera í áföngum. Steikið laukhringina í pottinum í 2-3 mínútur.

 3. Setjið steiktu laukhringina á bökunarplötuna, saltið varlega  og inn í 250 gráðu heitan ofn meðan þið syeikið næsta skammt og svo koll af kolli.

 4. Þegar þú ert búin að steikja alla laukhringina má setja þá á disk. Steiktu steinseljuna í olíunni í 10 sekúndur og veiddu uppúr. Skreytið laukhringina með grófu salt og djúpsteiktri steinseljunni.

 5. BORÐA!

Þessi uppskrift er frá Mörtu Stewart og prófuð af okkur á Sykri.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!