KVENNABLAÐIÐ

Heimatilbúið P&J: Sem þú munt þurfa að fela!

Valhnetu-möndlusmjör sem bráðnar í munni er geggjað ofan á brauð, kex eða með sellerí og/eða eplabitum. En það er sérstaklega gott ef þú útbýrð þína eigin sultu með og gerir heimatilbúið P&J. (Peanut butter & Jelly)

Valhnetu-möndlusmjörið

 2/3 bollar valhnetur
1/3 bolli möndlur
2 tsk hörfræ mjöl (flax seed meal)
1/2 tsk kanill
1/4 – 1/2 tsk salt

Hitið ofninn í 150 gráður og setjið valhnetur og möndlur á bökunarplötu og bakið í 10 mínútur. Snúið hnetunum/möndlunum einu sinni á meðan bakstri stendur.

Windows-Live-Writer-925812308bcb_13289-

Kælið í 15-20 mínútur. Púlsið hnetur og möndlur í matvinnsluvél í 4-7 mínútur þar til þær verða að smjöri. Bætið hörfræmjöli saman við og púlsið saman við smjörið. Geymist í kæli í lokaðri krukku í mánuð.

Windows-Live-Writer-925812308bcb_13289--1

* Ef þú vilt sætara Valhnetumöndlusmjör þá má bæta við 1-2 tsk af hunagi eða sýrópi EN ef þú notast við trönuberjasultuna hér að neðan er viðbótar-sæta alveg óþörf.

* Ef þú vilt halda Valhnetumöndlusmjörinu HRÁU má alveg sleppa því að baka hnetur/möndlur í ofninum.

Trönuberjasulta

3/4 bolli þurrkuð trönuber
2 döðlur steinlausar
Setjið ofantalið í matvinnsluvél og látið ganga þar til þurrkuðu berin og döðlurnar hafa mýkst og tolla vel saman eins og mauk.

Windows-Live-Writer-925812308bcb_13289--2

Heimatilbúið P&J

Fyllið krukku lauslega, ekki þjappa, að 2/3, hellið hnetusmjörinu í og hristið varlega svo að smjörið renni niður á milli berjanna, hellið meira smjöri þar til krukkan er full. Lokið þá sett  á og inn í ísskáp

Windows-Live-Writer-925812308bcb_13289--5

Þegar þig langar í eitthvað sjúklega gott náðu þér þá í brauðhníf og grafðu með honum ofan í krukkuna og fáðu þér smá á uppáhaldskexið þitt eða á eplabita. Þetta er sturlað gott.

Windows-Live-Writer-925812308bcb_13289--6

Þýdd uppskrift af blogginu edibleperspective.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!