KVENNABLAÐIÐ

Krukkusalat er ALVEG málið…brakandi ferskt og gott

Við sem erum alltaf að flýta okkur, gleymum oft að borða … sem er alls ekki gott því jöfn brennsla er mikilvæg til að okkur líði vel yfir daginn. Hvernig væri að plana hádegisverðinn fyrir næsta dag og búa hann til heima? Ef þú átt stórar krukkur er málið leyst því krukkusalat er ALVEG málið núna.

masonjarsalad5

Þetta er uppskrift að salati fyrir tvo eða þú getur geymt annað í ísskápnum og átt seinna um vikuna. Borðaðu hollt, sparaðu peninga og útbúðu hádegismatinn sjálf. Þá ertu síður líkleg til að freistast til að borða skyndibita sem gerir þér ekkert gott.

masonjarsalad1

1 1/2 bolli  kúrbíts spaghettí

1/2 bolli edamame baunir/ rifinn kjúklingur/rækjur

1/2 bolli sellerýbitar

1/2 bolli smátt skorin rauð paprikka

1/2 bolli helmingaðir kirsuberjatómatar

Má bæta við:

1/4 bolli feta ostur

2 tsk ólívur

masonjarsalad2

Avókadó og spínat salatdressing:

1/2 cbolli spínat

1/2 þroskað avókadó

safi úr einni sítrónu

2 mtsk Jómfrúarólívuolía

2 mtsk grísk jógúrt

1/2 tsk salt

1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

Skerið eða spíralið niður kúrbítinn

Blandið öllum innihaldsefnum salatdressingarinnar saman í matvinnsluvél og púlsið vel saman.

Skiptið dressingunni  og setjið í botninn á tveimur krukkum.

Bætið sellerýbitunum útí krukkurnar.

Setjið paprikkuna út í og bætið síðan edamamebaununum ofaná eða rifna kjúklingum.

Nú fer feta osturinn, tómatarnir og ólívurnar ofan í krukkurnar

Nú fer rifni kúrbíturinn ofan í.

Lokið vel og kælið. Geymist í allt að fimm daga.

Þegar þú ætlar að gæða þér á salatinu þá hristirðu krukkuna vel og hellir öllu á disk og svo er bara að njóta ferskleikans og finna heilbrigðið streyma út í frumur líkamans.

masonjarsalad5

Þessi uppskrift er eftir Brenda Bennett | Sugar-Free Mom

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!