KVENNABLAÐIÐ

10 MERKI um að ÞÚ sért í heilbrigðu ÁSTARSAMBANDI

Ástin er svo einföld í eðli sínu. Ástin þiggur ekkert og gefur ekkert nema sjálfa sig. Ástin verður hvorki keypt né seld og ástin er eitt sterkasta afl í heimi. Þess vegna er svo dásamlegt þegar heilbrigt ástarsamband dafnar og blómstrar – rétt eins og báðir einstaklingar styrkjast í sambandinu. En hvað einkennir heilbrigt samband? Og hvað er eðlilegt í sambandi? Erfitt er að segja til um það nákvæmlega, en hér fara nokkrir þættir sem einkenna heilbrigt ástarsamband:

1. Þú bíður ekki í viðbragðsstöðu eftir því að maðurinn geri eitthvað hræðilegt og særi þig djúpt. Þetta hljómar kannski full dramatískt, en allar höfum við einhvern tímann átt kærasta sem virtist vera yndislegur og góður í byrjun, en svo kom annað á daginn …

2. Þú veist upp á hár hvort maðurinn er ástfanginn af þér eða ekki. Þú þarft ekki að njósna um manninn til að fullvissa þig um tilfinningar hans og áætlanir með þér. Þú ert róleg þegar síminn hringir og reynir ekki að líta eldsnöggt á skjáinn til að sannfæra þig um að engin önnur kona sé á línunni … þú VEIST að hann er trúr þér.

tumblr_n8rs4iCE6z1t5oc9to1_250

3. Þú ert ekki í stöðugri baráttu í sambandinu. Valdaleikir heyra sögunni til og allar getgátur eru út um gluggann. Þú þarft ekki að stilla honum upp í þeirri von að hann sanni ást sína á þér. Þú sérð enga ástæðu til að reyna að gera hann afbrýðisaman, þykjast vera erfið viðureignar eða prófa viðbrögð hans. Þú veist að hann elskar þig. Punktur.

4. Þú finnur að hann heldur ekki aftur af tilfinningum sínum þegar þið eruð saman. Hann gefur sig allan í sambandið, hann er einlægur og hlýr í návist þinni og ykkur líður vel saman.  Hann kemur aldrei með afsakanir um „slæma reynslu af fyrri samböndum” eða reynir að halda því fram að hann „sé bara svona lokaður”. Þið eruð bara saman og elskið hvort annað.

tumblr_kxwh6tIlgc1qzr5ipo1_500

5. Asnalegu leikirnir eru úr sögunni. Þeir sem einhleypt fólk spilar stundum, meðan það er að þreifa fyrir sér á stefnumótamarkaðinum. Þú þarft ekki að halda aftur af þér, bara af því að þér fannst hann halda aftur af sér. þú getur gefið af þér og þegið hans ást í skiptum. Það koma góðir dagar og svo koma þungir dagar, en það er bara dagsformið. Það er ekki lengur neinn efi á því að þið elskið hvort annað.

6. Þú getur verið fyllilega hreinskilin við hann án þess að óttast að hann muni dæma þig. Hann lítur á þig sem jafningja og hann hneykslast ekki á þér þegar þú ert einlæg. Þú veltir því ekki einu sinni fyrir þér, því þú getur verið frjáls í samskiptum við hann. Þið eruð ekki bara elskendur, þið eruð líka bestu vinir.

love-quotes-for-her-95

7. Þið getið rætt opinskátt um framtíð ykkar saman án þess að vera vandræðaleg á sömu stundu. Því þið eruð par og ætlið að eyða ævinni saman, en ekki bara tveir einstaklingar sem eru að vandræðast saman í þeirri veiku von að hvorugt særi hitt. Þess vegna er öll umræða um sambandið þægileg og eðlileg, en ekki pínleg rannsóknaratlaga.

8. Þú lendir í rifrildi við hann, ykkur ber ekki alltaf saman – auðvitað kýta öll pör. Það er líka hluti af því að vera í tilfinningasambandi. En smá ósætti merkir ekki endalok sambandsins. Hér áður fyrr fylgdi mikil dramatík og átök hverju einasta rifrildi og svo slitnaði jafnvel upp úr sambandinu (nema ofsafengnar sættir hafi fylgt í kjölfarið sem svo enduðu með öðru rifrildi tveimur dögum seinna, sem endaði það samband …). Þið eruð ekki alltaf sammála, en þið leysið að lokum úr ágreiningi sem upp kemur. Takið utan um hvort annað. Og haldið áfram að vera par. Þar liggur munurinn.

cute-girl-love-quote-text-Favim.com-146119

9. Þú óttast ekki að hann sé horfinn úr lífi þínu, þó þú sendir honum SMS sem hann svarar ekki umsvifalaust. Þú fyllist ekki höfnun, heldur ekki að hann sé hættur að tala við þig – þú veist að hann er bara upptekinn og að hann svarar þér eftir smá stund. Þegar hann losnar. Þú veist að hann hefur líka mikið á sinni könnu, en að hann elskar þig og hlustar á þig þegar þú talar.

10. Þú horfir yfir öxl af og til og veltir því fyrir þér hversu lítilvæg öll þín fyrri sambönd eru í raun og veru samanborið við sambandið sem þú ert í núna. Nú þegar þú hefur loks áttað þig á því hvað það merkir að vera í heilbrigðu ástarsambandi, áttu erfitt með að trúa því að þú hafir sætt þig við alla þá vitleysu sem þú lést bjóða þér áður fyrr.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!