KVENNABLAÐIÐ

Móna Lísa veitir íbúum hjúkrunarheimilisins Sóltúns ómælda gleði og ánægju

Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, sjúkraliði á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík á tíkina Mónu Lísu. Segir hún Mónu Lísu vera íbúunum þar stoð og stytta en hún hefur endurhæft tíkina sem hefur átt erfiða ævi. Fékk Jóhanna Mónu til sín í maímánuði árið 2016 og fékk hún þá að upplifa og finna að fólk væri gott. Þetta gekk svo vel þannig að Móna er orðinn „starfsmaður“ á Sóltúni!

Auglýsing

mona1

Jóhanna segir: „Starfið hennar er svo dýrmætt á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Ekki bara til að gleðja íbúa og starfsfólk heldur fékk ég stóran kökk í hálsinn þegar ég varð vitni að því að komið var af annari deild og spurt um hana, hún fengin að láni til syrgjandi ættingja. Hún lagði strax höfuðið í hálsakotið á fólkinu. Gaf bros, huggun, hlýju og ást þótt hún hafi ekki hitt þau áður. Þarna sá ég mikilvægi kærleikans frá dýrum.“

mona2

Móna Lísa vinnur á deildinni með fólkinu en ekki í iðjuþjálfun. Segir Jóhanna að heimilið sé mjög opið fyrir hundaheimsóknum og enginn á deildinni sé með ofnæmi, en ef það kæmi upp gæti verið að staðan væri endurskoðuð.

mona3

Greinilega frábær hundur og eigandi þarna á ferð!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!