KVENNABLAÐIÐ

Dásamleg DIY marmaraglös – úr afgangs NAGLALAKKI!

Í dundið þarftu flatbotna glös, (alveg flatbotna, já) og lítinn bala, sem þið fyllið upp með volgu vatni. Jæja, svo nær maður í tannstöngul og 2 til 4 liti af naglalakki.screenshot-www.makeup.com 2015-05-27 18-29-14

Fyrst fyllið þið litla vatnsbalann af volgu vatni. Ekki hafa vatnið of kalt eða heitt! Annars storknar naglalakkið bara um leið. Hellið naglalakkinu ofan í volga vatnið (varlega) – einum lit í einu og bætið litunum varlega við. Ekki of mikið! Naglalakkið á að fljóta, en ekki að sökkva.

screenshot-www.makeup.com 2015-05-27 18-32-40

 Nú takið þið upp tannstöngullinn og byrjið að teikna í naglalakkið sem flýtur ofan á vatinu. Byrjið í miðjunni og vinnið hratt og örugglega, svo naglalakkið storkni ekki í vatninu.

screenshot-www.makeup.com 2015-05-27 18-30-40

Því næst takið þið upp glasið sjálft, dýfið botninum varlega ofan í blönduna og dragið svo glasið upp og snúið á hvolf til að leyfa því að þorna. Ef áferðin er gisin – þá endurtakið þið bara ferlið og dýfið glasinu aftur ofan í marmaravatnið!

ATH – Þessi glös þola ekki þvott í uppþvottavél.

Þýtt og endursagt: Makeup.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!