KVENNABLAÐIÐ

Viltu vita hvernig flugvélamatur er búinn til?

Emirates-flugfélagið framleiðir 38.000.000 matarbakka á ári handa hungruðum flugfarþegum sínum. Það gera rétt um 105.000 matarbakka á degi hverjum.

Við þekkjum öll flugvélamat, hann er svo vondur að sumir kjósa frekar að svelta en leggja sér hann til munns. En við getum þó þakkað fyrir það að vísindamenn hafa sannað það að þegar yfir 30.000 fetin er komið veldur loftþrýstingurinn því að bragðlaukarnir dofna og því finnum við síður vonda bragðið af matnum. Því bregða sum flugfélög á það ráð að krydda matinn óvenjulega mikið.

Næst þegar þú ferð í flug skaltu prófa að geyma matinn þar til þú ert lent/ur og smakka á honum svona tveimur klukkustundum eftir flugið og sjá hvort þér finnst hann eins girnilegur.

Í þessu myndbandi skyggnumst við bakvið tjöldin og fáum að sjá hvernig flugvélamatur Emirates er framleiddur í risa-eldhúsi fyrirtækisins.

 

Verði ykkur að góðu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!