KVENNABLAÐIÐ

10 fæðutegundir sem auka kynhvötina

Auglýsing

Í eldhúsinu leynast ýmis frygðarlyf. Það er rétt sem sagan hermir, að ákveðnar fæðutegundir geta örvað kynhvötina – svo ekki er það bara í bíómyndunum sem einstaklingar örvast kynferðislega af mat. Hér fara tíu matartegundir sem auka, að sögn sérfræðinga, kynhvötina:

1. Chili

chili

„Capsaicin,“ er efni í chili sem örvar taugaenda og hraðar á púlsinum og ber ábyrgð á „hitanum“ í chilipipar. Kynörvandi fæða sem er einnig talin losa endorfín sem er einskonar náttúruleg víma. Sumir vísindamenn halda því fram að það sé málið með allan sterkan mat. Hvítlaukur er annað dæmi um þesskonar kynörvandi fæðu.

2. Gulrætur

Fresh carrots
Önnur góð og gild ástæða fyrir að borða gulrætur er að þær eru taldar hafa kynörvandi áhrif á karlmenn. Gulrætur eru ríkar af vítamínum og beta-karótín. Vegna lögunar var gulrótin oft tákn losta hjá forfeðrum okkar í mið austurlöndum.

3. Súkkulaði

recipe_maple_bourbon_chocolate_mousse

Til að njóta prófaðu þá að fá þér súkkulaði ríkan eftirrétt og athugaðu hvort það kveikji ekki í þér. Hvort sem það er serótónið í súkkulaðinu eða tilfinningin að borða súkkulaði eftirréttinn þá hefur súkkulaði verið notað till kynörvandi áhrifa um aldir.

4. Fíkjur

fcjcmkz45kvef751nk3jmuvdnguziv1xgvgcv5u13fu6pn2epqanplvmla63o8bj-f

Opin fíkja er talin líkjast kynfærum kvenna og er talin kynörvandi. Maður sem tekur fíkju í tvennt og borðar fyrir framan elskhuga sinn þykir einstaklega erótískt. Berðu fram ferskar svartar fíkjur í skál af köldu vatni eins og þeir gera á Ítalíu og vertu viss um að borða þær með fingrunum.

5. Trufflur

italian-food-excellence-truffles-black

Grikkir og Rómverjar töldu trufflur vera kynörvandi matur. Svartar trufflur eru vinsælar á haustin og veturna og endast lengur. Hvítar trufflur finnast kannski 1 mánuð á ári á matseðlum seinnihluta hausts. Einnig er talið að lyktin af trufflum kveiki á lostanum.

6. Avókadó

avocado-tree

B-6 vítamínið sem er í avókadó er sagt auka framleiðslu á karlhormónum. Avókadó er líka ríkt af kalíum sem hjálpar til við stjórnun á skjaldkirtli hjá konum. Léleg virkni skjaldkirtils kvenna getur valdið minnkaðri kynlöngun. Hér áður fyrr var avókadó tréð alltaf kallað eistnatréð því avókadóin hanga tvö hlið við hlið eins og eistu.

7. Hunang

162845584_11

Á tímum Egypta voru mörg lyf sem notuð voru gegn getuleysi og ófrjósemi með hunang í. Honey, honey hefur margur sungið í gegnum árin og þykir það engin tilviljun en eitthvað í hunanginu hefur örvandi áhrif á kynhvötina.

8. Ginseng

ginseng-in-organo-gold-coffee-selections

Hægt er að finna það í ýmsum formum í matvörubúðum í Kínahverfum heimsins. Þekkt fyrir mjög mikil áhrif á kynhvötina og er hægt að neyta rótarinnar ferskrar, eða í súpum, tei og sumum réttum.

9. Rauðvín

couple-red-wine-main

Mjög ríkt af andoxunarefni sem kallast resveratrol og eykur það estrógen framleiðslu sem leiðir til aukinar kynlöngunar. En farðu varlega, of mikið rauðvín getur valdið syfju og líkur á að þú heyrir „ekki í kvöld elskan, ég er með hausverk.“

10. Bananar

bananasf

Einstök lögun banana má að hluta til rekja til áhrifa þeirra sem kynörvandi fæða. Bananar eru ríkir af kalíum og b-vítamínu sem er nauðsynlegt í framleiðslu kynhormóna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!