KVENNABLAÐIÐ

Banana Split Martini kokteill

We had you at hello, er það ekki?

Mmmm, bara nafnið á þessum kokteil er himneskt. Frábær í kvennapartý og á pallinum í sumar.

Oftast fær maður bara Baileys með klaka en hann er frábær til að nota í alls kyns kokteila.

 

Baileys-Holiday-Martini-280x300

Uppskrift
(fyrir 1 og svo margfaldar þú bara eftir því hvað þú gerir fyrir marga)

30 ml vodka
15 ml bananalíkjör (ef ekki til þá er gott að setja 1/3 úr banana í blender og setja saman við)
30 ml Baileys Irish Cream
Hnífsoddur af kakó
1 kirsuber eða jarðaber

Aðferð

Hristið allt saman í kokteilhristara eða í blender með fullt af muldnum ís.
Hellið í smart Martini-glas og skreytið með kirsuberi/jarðarberi.

Njótið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!