KVENNABLAÐIÐ

Það sem karlmenn taka fyrst eftir hjá konum

Auglýsing

Hefur þú spáð í það hvað það er sem karlmenn taka fyrst eftir hjá konum? Það er ekki flókið þar sem það fer ekki framhjá neinum. Taktu bara eftir því næst þegar þú hittir mann eða kynnir vinkonu fyrir manni sem hefur ekki hitt hana áður.

1. Bros
Fallegt bros er eitt það fyrsta sem menn taka eftir þegar þeir hitta konu. Kona sem brosir fallega þykir mun meira aðlaðandi og mönnum langar að kynnast henni frekar. Hún sendir frá sér merki um hamingju og bjartsýni. Það er mun auðveldara að hefja samræður við konu sem brosir. Þetta kemur ekki á óvart því allir horfa á manneskju með fallegt bros. Konur jafnt sem karlar. Bros er einnig mjög smitandi og þegar þú brosir þá líður þér og öðrum í kringum þig betur. Brostu því oftar og meira þar sem þú veist aldrei hver það verður sem mun falla fyrir brosinu þínu. Æfðu þig fyrir framan spegilinn og brostu!

Be-confident

2. Augun
Einnig er algengt að karlmenn taki eftir augunum á konum. Ég er viss um að þú hafir heyrt að augun séu spegill sálarinnar og þau geti sagt okkur mikið um hvernig manneskjan er. Það getur verið auðvelt að sjá í augum fólks hvort það sé að segja sannleikan eða ljúga. Augun eru eins og segull og geta dregið að sér ókunnuga. Kannanir sýna að um 70% karlmanna taka fyrst eftir augum kvenna áður en þeir sjá annað. Ekki trúa að allir karlmenn horfi fyrst á brjóst kvenna. Gefum þeim meira kredit en það! Prófaðu að horfa í augu karlmanns næst þegar þú hittir einhvern sem þér líst á og langar að kynnast betur.

3. Hár
Já hár. Menn taka eftir hvort að konur séu með fallegt og heilbrigt hár. Allir klukkutímarnir sem þú eyðir í stólnum hjá klipparanum þínum skila sér. Flestir karlmenn telja að að heilbrigt og glansandi hár séu góðs merki. Og karlmenn elska góða lykt af hári kvenna. Flestar kannanir sýna að karlmenn vilja konur með sítt hár. Við vitum þó um margar konur sem eru með stutt og jafnvel krúnurakað og þær eru ekkert smá töff. Ef þú ert ánægð með hár þitt hvernig sem það lítur út þá skilar það sér í sjálfsöryggi sem erfitt er að toppa!.

Woman wearing red high heel shoes in city

4. Líkamsform
Líkamsþyngd eða lögun kvenna er eitt af því sem menn taka fyrst eftir. Það hljómar yfirborðskennt en þannig er það bara. Hvað sem þeir svo fíla er annað mál. Sumir vilja örmjóar konur, aðrir fíla að konur séu hraustar og í góðu líkamlegu formi þó þær séu ekki endilega mjóar, sumir vilja konur með línur og aðrir fíla konur í góðum holdum. Ef hann er að skoða þig, ekki fara hjá þér. Þú veist ekkert hvað hann fílar best og hann er ekki að dæma þig. Ef þú ert að svelta þig til að verða mjó, hættu því! Það eru ekki margir karlmenn sem vilja eiga konur sem eru örmjóar. Finndu þína kjörþyngd og hvernig þér líður best og hættu í megrun. Borðaðu holla fæðu og finndu hreyfingu sem þú fílar. Ef hann setur út á líkamslögun þína ekki taka því persónulega og leyfðu honum að fara sína leið. Hann á þig ekki skilið.

5. Brjóst
Þú hélst kannski að brjóst væru það fyrsta sem hann tæki eftir. Nei, þeir eru ekki svona yfirborðskenndir. Fyrst taka þeir eftir augunum og brosinu áður en það kemur að brjóstunum. Og svo er það smekkur manna. Sumir elska stór brjóst og aðrir elska lítil.

6. Ertu fake?
Flestir karlmenn vilja „the real deal.“ Þeir taka eftir hvort að þú sért með hárlengingar, fölsk augnhár, gervineglur o..s.frv. Leyfðu honum að sjá þig og hvort honum líki ekki bara við þig eins og þú ert í raun. Flestir karlmenn fíla náttúrulegt útlit og vilja ekki dúkkur.

Laugh

6. Húð
Flestir karlmenn taka eftir húð kvenna. Heilbrigð húð er styrkleika merki. Hugsaðu vel um húð þína og ekki sofna með farða á þér. Passaðu að fá nægan svefn og settu á þig maska reglulega.

7. Klæðaburður
Það kemur kannski á óvart að karlmenn pæli í klæðaburði kvenna en samt ekki. Kannanir sýna að flestir karlmenn fíla klassískan klæðnað og að konur sýni ekki of mikið. Flottur stíll segir mikið um þig en þó er aðalmálið að þú klæðir þig eins og þér líður best og þá kemur það fram í framkomu þinni og sjálfsöryggi og ekkert er meira aðlaðandi en sjálfsörugg kona.

Þýtt af Elitedaily.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!