KVENNABLAÐIÐ

Helstu ástæður þess að þú ættir að stunda kynlíf með maka þínum á hverju kvöldi

Þegar það verður mikið að gera þá er kynlífið það fyrsta sem dettur upp fyrir í samböndum. Fólk verður of þreytt, of stressað og athyglin beinist að öðru. Fólk kemst bara ekki í stuð. Og það er skiljanlegt. Það eru milljón ástæður sem hægt er að finna fyrir því að sleppa því að stunda kynlíf í kvöld, á morgun og hinn. En það er fullt af fólk í samböndum sem stundar kynlíf 5-7 sinnum í viku. Gerð var könnun meðal HuffPost lesenda sem stunda kynlíf á hverju kvöldi (fyrir utan þegar annað hvort er á ferðalagi, veikindi og aðrar óumflýjanlegar ástæður) hvað það hefði gert fyrir sambandið. Hér verða taldar upp 13 ástæður fyrir því að gera það með maka þínum á hverju kvöldi.


1. Gæðastund meðal hjóna

„Ég og maðurinn minn stundum kynlíf á hverju kvöldi því það er eini tíminn sem við erum bara tvö. Við eigum smábarn svo við þurfum að svæfa hann á hverju kvöldi og síðan getum við eytt því sem eftir líður kvölds í að tjá tilfinningar okkar í gegnum snertingu og kynlíf. Það að stunda kynlíf leyfir okkur að sýna ástríðu, ást og við elskum að láta vel hvort að öðru.“Gift í 3 ár


2. Leiðir til aukinnar nándar utan svefnherbergisins

„Við erum mjög dugleg við að sýna hvort öðru ást með líkamlegri tjáningu utan þess að stunda kynlíf. Við höldumst mikið í hendur, hann slær á rassinn á mér þegar ég er að stússa í eldhúsinu og ég gæli við háls hans þegar hann er að vinna við pappírsvinnu við skrifborðið.“Gift í tæpt ár


3. Frábær líkamsrækt

„Þegar þú átt fjögur börn og engan tíma þá er kynlífið besta líkamsræktin.“Gift í ár


4. Þú hvílir á þér hausinn um stund

„Kynlíf fyrir okkur hjónin veitir okkur smá hvíld frá raunveruleikanum. Við erum bæði mikið fyrir hlutverkaleiki og það er svo frábært að þurfa ekki að vera ég í smá stund og hvíla mig á daglegu nöldri og amstri.“Gift í 1 ár


5. Byggir upp traust

„Nýjar stellingar og upplifun í samlífinu krefst mikils traust frá maka og við erum sammála um það að kynlífið auki á traustið utan svefnherbergisins líka.“Gift í 10 ár


6. Tengjumst án orða

„Kynlíf er stór hluti af sambandi. Það gerir hjón nánari á hátt sem aðrir hlutir gera ekki. Það hvetur til þess að vera saman, kela og kúra og þið tjáið ykkur án orða.“Gift í 37 ár


7. Færri rifrildi

„Allir rífast einhvern tíma en þegar nándin er svona mikil þá veit ég hvenær eitthvað er að trufla og pirra maka minn. Við setjumst niður og ræðum málið. Nándin í svefnherberginu hjálpar okkur að tjá okkur betur utan þess.“Gift í 2 ár


8. Gerir þig
hugmyndaríkari
„Það að stunda kynlíf svona oft og uppfylla þarfir hvors annars þá hvetur það til þess að verða hugmyndaríkari. Það er engin stelling eða uppátæki sem við neitum hvort öðru um. Við erum öruggari að deila með hvort öðru fantasíum og frelsi til að tjá okkur um hvað okkur langar að gera í svefnherberginu.“  –  Trúlofuð í 3 ár


9. Auðveldara að skipuleggja en alvöru stefnumót

„Mér finnst þetta vera auðveldasta leiðin til að upplifa rómantík þar sem við höfum sjaldan tækifæri til að fara á alvöru stefnumót eða í frí tvö saman. Og ég veit að maðurinn minn fílar þetta.“Gift í 12 ár


10. Eitt orð. Fullnæging

„Það sem mér finnst frábært við þetta er hversu rosalega gott þetta er. Ég elska líka að sjá manninn minn koma.“Gift í 11 ár


11. Bætir sjálfsmatið

„Þetta færir mér hamingju og bætir sjálfsmat mitt að vita að eftir að hafa gengið með og fætt 2 börn þá finnst manninum mínum ég ennþá kynþokkafull og hann langar í mig.“Gift í 6 ár


12. Bætir skapið

„Hann syngur í sturtu eftir morgun kynlíf í nærri því alltaf. Það er sönnun fyrir því hvað þetta lyftir honum upp og bætir skapið. Ég elska að vita að ég er ástæðan fyrir því að hann fer brosandi út í daginn.“Gift í 1 ár


13. „If you use it, you won’t lose it“

„Ef kynlíf er svona stór partur af daglegri rútínu og í forgangi þá veistu að það mun aldrei verða furðulegt eða vandræðanlegt. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þið skuluð reyna endurheimta það eða tengjast á ný. Bara aldrei hætta að gera það!“Gift í 24 ár
Þýtt af HuffPost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!